Dalabyggð – Íbúaþing

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar boðar til íbúaþings í Dalabúð laugardaginn 15. janúar 2011 kl. 10:30 – 14:00.
Tilgangur íbúaþingsins er að fá fram sjónarmið íbúa og upplýsingar sem nýtast sveitarstjórn við að móta stefnumál sín og viðfangsefni á kjörtímabilinu.
Fundinum verður markvisst hagað þannig að allir geti tekið þátt með auðveldum hætti og sjónarmið allra komi fram. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á íbúaþingið.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri, sveitarstjori@dalir.is, sími 430 4700.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei