Rúlluplastsöfnunin sem átti að fara fram frá og með deginum í dag frestast því miður fram yfir helgi af óviðráðanlegum orsökum. Söfnun fer fram um leið og hægt er. Hringt verður á þá bæi sem hirt verður hjá hverju sinni með dags fyrirvara.
Fróðlegt og vel heppnað námskeið í skógrækt í Dalabyggð
Rúmlega 20 manns sóttu námskeið í meðferð og ræktun á græðlingum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 6. febrúar síðastliðinn. Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni kom og fræddi áhugasama um meðferð á aspar- og víðigræðlingum og kenndi þeim áhrifaríkar aðferðir við gróðursetningu þeirra. Námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem er leitt af Jakobi K. Kristjánssyni og Sigurbirni Einarssyni og snýr að því að …
Kynningarfundur: Uppbygging atvinnuhúsnæðis
Mánudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11, Búðardal (1. hæð Stjórnsýsluhúsi) Atvinnumálanefnd Dalabyggðar boðar til fundar um möguleika og aðferðir við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Ólafur Sveinsson ráðgjafi leiðir fundinn. Nóg pláss fyrir áhugasama og heitt á könnunni.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 231. fundur
FUNDARBOÐ 231. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2210006 – Stafræn húsnæðisáætlun 2. 2212005 – Stofnun Safnaklasa Vesturlands 3. 2301029 – Menningarmálaverkefnasjóður 2023 4. 2205016 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar 5. 2211009 – Ungmennaráð 2022-2023 6. 2211020 …
Lokað á skrifstofu Sýslumanns
Skrifstofa fulltrúa Sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 7. febrúar 2023.
Styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar
Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2022 er 31. mars 2023. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Skila þarf umsókn í gegnum eyðublað sem má finna hér. Athygli er vakin á því að umsóknareyðublaðið hefur verið einfaldað frá fyrra ári með það að markmiði að minnka …
Álagning fasteignagjalda 2023
Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Island.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er veittur 3% staðgreiðsluafsláttur. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu á ingibjorgjo@dalir.is Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818 Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur …
Framkvæmdum á bókasafni lokið
Framkvæmdum á Héraðsbókasafni Dalasýslu er lokið og verið er að koma barna- og unglingabókum fyrir að nýju. Við þökkum fyrir skilning á meðan framkvæmdum stóð og hvetjum íbúa til að kíkja á bókasafnið og ná sér í skemmtilegt efni.
Vatnsveitur fyrir lögbýli – opnað fyrir umsóknir 1. febrúar 2023
Þann 1. febrúar n.k. opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016 með síðari breytingum. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á heimasíðu Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til …
Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opnar fyrir umsóknir 1. mars
Opnað verður fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. mars 2023 Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- og samfélagseflandi verkefni í Dalabyggð. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir veitta styrki úr sjóðnum árið 2022: Styrkhafar 2022 Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir: Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697.