Upplýsinga- og umræðufundir: Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar – Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar

Heimasíða Breiðafjarðarnefndar

Upplýsinga- og umræðufundir verða haldnir á þremur stöðum við Breiðafjörð; Stykkishólmi, Dalabyggð og Barðaströnd.

Fundurinn í Dalabyggð verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 17:00 – 19:30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal.
Ath. að upphaflega var fundurinn auglýstur mánudaginn 18. mars en var frestað vegna veðurs. 

Kynnt verður verkefni, sem hófst árið 2022 um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar með tilliti til byggðaþróunar og sjálfbærrar nýtingar.
Markmið fundarins er að heyra sjónarmið íbúa og hagaðila, stýrihópi verkefnisins til upplýsinga, en hann mun síðan gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Dagskrá:

Inngangur og stöðugreining: Sigríður Finsen, formaður stýrihóps.
Hagrænt virði Breiðafjarðar: Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV.
Sviðsmyndagreining KPMG: Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Páll S. Brynjarsson, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Drög að tillögum stýrihóps kynnt.
Umræður í litlum hópum.
Samantekt niðurstaðna.

Boðið verður upp á kaffiveitingar
Fundaumsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI

Drög að tillögum stýrihóps
Hagrænt virði Breiðafjarðar – skýrsla
Stöðugreining Breiðafjarðarsvæðis
Sviðsmyndir um framtíð Breiðafjarðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei