Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 19. mars 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér sameiningu frístundahúslóða nr. 52-57 í eina 4 ha lóð. Skilmálum um byggingarmagn á öllum frístundahúsalóðum er breytt og gert ráð fyrir breyttum aðkomuvegi inn á svæðið. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is/issues/2024/330 og hér: Sælingsdalstunga – tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Dalabyggðar eða skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Athugasemdafrestur er til 3. maí 2024.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei