Jólagjöf framlengd til 10.mars

DalabyggðFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja gjafabréfið sem starfsfólk Dalabyggðar fékk í jólagjöf frá sveitarfélaginu til og með 10. mars. 

Fyrir jól fengu starfsmenn gjafabréf sem virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá fyrirtækjum/þjónustuaðilum sem taldir eru upp á bréfinu. 

Gert var ráð fyrir að hægt væri að nota gjafabréfin til 29. febrúar 2024. Svo nú er um að gera að finna bréfið og nýta það innan næstu 10 daga.

Forsvarsaðilum fyrirtækja/þjónustuaðila sem tóku þátt hefur verið tilkynnt um framlenginguna. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei