Sorphirðudagatal 2021

DalabyggðFréttir

Hér fyrir neðan má sjá sorphirðudagatal fyrir árið 2021 og hérna má nálgast útgáfu til útprentunar: Sorphirðudagatal 2021 Tunnurnar tvær, sem var dreift til heimila í dreifbýli fyrir jól, eru fyrir almennt sorp og verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti. Önnur tunnan er notuð og verður tekin þegar ílátum fyrir endurvinnslu og lífrænt verður dreift í vor. Þá viljum …

Dreifing sorpíláta í deifbýli gengur vel

DalabyggðFréttir

Dreifing á sorpílátum í dreifbýli hófst í dag og gengur með ágætum. Áætlað er að dreifingu ljúki í dag sunnan Búðardals. Á morgun verður ílátum dreift vestan Búðardals og allar líkur á að því ljúki sama dag. Ef íbúar hafa spurningar eða athugasemdir við dreifingu íláta þurfa þær að skila sér til skrifstofu Dalabyggðar, dalir@dalir.is eða kristjan@dalir.is

Fjárhagsaðstoð frá Rauða krossinum – umsókn

DalabyggðFréttir

Rauði krossinn Búðardals- og Reykhóladeild, í samvinnu við Stéttafélag Vesturlands: Styrkur fyrir efnaminna fólk sem þarf aðstoð til að halda jólin. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok dagsins á morgun og munum við afhenda gjafakort frá Arion banka seinni part miðvikudags. Umsókn til útfyllingar – smellið HÉR.

Rafmagnslaust á Saurbæjarlínu 22.12.2020

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður á Saurbæjarlínu, frá Glerárskógum að Fellströnd, Saurbæ og Skarðsstönd 22.12.2020 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu í aðveitustöð. Beðist er velvirðingar á að til straumleysis komi svo nálægt jólum vegna þessa mikilvæga verkefnis. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Brennu og flugeldasýningu er aflýst

DalabyggðFréttir

  Vegna sóttvarnarráðstafanna verða hvorki áramótabrenna né flugeldasýning á gamlárskvöld. Flugeldasýningunni er frestað þangað til á Jörvagleði í apríl. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar má nálgast hér: Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Eldklár

DalabyggðFréttir

Eldklár er fræðsluátak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunavarnir. Þar eru birt stutt fræðslumyndbönd, gátlistar og annað hagnýtt efni til að efla brunavarnir. Átakið má kynna sér á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Brunavarnir sem þurfa að vera til staðar á hverju heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Einnig er mikilvægt að búa til flóttaáætlanir og allir þekki að minnsta …

Jólakúlujól 2020

DalabyggðFréttir

Það er ljóst að fyrir marga verða jólin í ár frábrugðinn því sem við erum vön, líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman, þó ekki fleiri en 10 saman, því samkvæmt þeim reglum sem við fylgjum til 12. janúar þá mega ekki fleiri vera í hverri jólakúlu. Börn …