Skoðanakönnun vegna sameiningar sveitarfélaga

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Réttur til þátttöku í skoðanakönnuninni er sá sami og í sveitarstjórnarkosningum.

Hægt er að taka þátt með því að mæta á kjörstað sveitarstjórnarkosninga í Dalabúð, kl. 10-20, á kjördegi þann 14. maí. Einnig er hægt að taka þátt utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi, að Miðbraut 11 í Búðardal.

Gefið var út kynningarrit sem dreift verður á heimili í Dalabyggð á næstu dögum, sem ætlað er að veita íbúum grunnupplýsingar til að geta tekið afstöðu til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður eða ekki, og hvaða valkostur ætti að vera í forgangi. Kynningarrit má einnig nálgast hér: Kynningarrit vegna skoðanakönnunar vegna sameiningarmála

Þá er hægt er að nálgast ítarefni varðandi valkostagreininguna og framkvæmd könnunarinnar á www.dalir.is/sameiningarmal og á skrifstofu Dalabyggðar kl. 9-13 alla virka daga.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei