LÓA – Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í LÓU – Nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí

Háskóla-, vísinda- og iðnaðarráðuneytið hefur umsjón með umsóknarferlinu. Umsóknarformið er rafrænt og í nokkrum skrefum. Helsta breytingin í ár er sú að nú er gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda.

Áður en umsókn er skrifuð er mjög mikilgæt að kynna sér efni handbókar sem finna má á upplýsingasíðu Lóu nýsköpunarstyrkja .

Frekari upplýsingar veitir: Sigurður Steingrímsson,  sigurdur.steingrimsson@hvin.is

 Hlutverk styrkjanna:
  • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni
  Um styrkina:
  • Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins
  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
  • Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs.
  • Mótframlag frá umsækjanda þarf að lágmarki að vera  30%.
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla starf á forsendum svæðanna.
  • Matshópur metur umsóknir í samræmi við nýsköpunarstefnu og áherslur stjórnvalda
  • Umsóknir á minarsidur.hvin.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei