Deiliskipulag – Auðarskóli og íþróttamiðstöð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 10. desember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð, þ.e. íþróttahús og sundlaug. Skipulagssvæðið er um 17.839 m2 að stærð og er staðsett við Miðbraut 6B, 8 og 10 í Búðardal og eru þar fyrir grunn- …

Dalaveitur – tilkynning um rof á sambandi

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni verður samband rofið á afmörkuðu svæði í Hvammssveit og á Fellsströnd, frá og með Ásgarði til og með Lyngbrekku/Staðarfells. Áætlað er að rjúfa kl. 10 á miðvikudaginn næsta, 6. janúar. Tengingar munu týnast inn í áföngum yfir daginn en áætlað að síðustu notendur verði komnir með samband eigi síðar en kl. 18. Öllu jafna á sambandið …

Sorphirðudagatal 2021

DalabyggðFréttir

Hér fyrir neðan má sjá sorphirðudagatal fyrir árið 2021 og hérna má nálgast útgáfu til útprentunar: Sorphirðudagatal 2021 Tunnurnar tvær, sem var dreift til heimila í dreifbýli fyrir jól, eru fyrir almennt sorp og verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti. Önnur tunnan er notuð og verður tekin þegar ílátum fyrir endurvinnslu og lífrænt verður dreift í vor. Þá viljum …

Dreifing sorpíláta í deifbýli gengur vel

DalabyggðFréttir

Dreifing á sorpílátum í dreifbýli hófst í dag og gengur með ágætum. Áætlað er að dreifingu ljúki í dag sunnan Búðardals. Á morgun verður ílátum dreift vestan Búðardals og allar líkur á að því ljúki sama dag. Ef íbúar hafa spurningar eða athugasemdir við dreifingu íláta þurfa þær að skila sér til skrifstofu Dalabyggðar, dalir@dalir.is eða kristjan@dalir.is

Fjárhagsaðstoð frá Rauða krossinum – umsókn

DalabyggðFréttir

Rauði krossinn Búðardals- og Reykhóladeild, í samvinnu við Stéttafélag Vesturlands: Styrkur fyrir efnaminna fólk sem þarf aðstoð til að halda jólin. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok dagsins á morgun og munum við afhenda gjafakort frá Arion banka seinni part miðvikudags. Umsókn til útfyllingar – smellið HÉR.

Rafmagnslaust á Saurbæjarlínu 22.12.2020

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður á Saurbæjarlínu, frá Glerárskógum að Fellströnd, Saurbæ og Skarðsstönd 22.12.2020 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu í aðveitustöð. Beðist er velvirðingar á að til straumleysis komi svo nálægt jólum vegna þessa mikilvæga verkefnis. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Brennu og flugeldasýningu er aflýst

DalabyggðFréttir

  Vegna sóttvarnarráðstafanna verða hvorki áramótabrenna né flugeldasýning á gamlárskvöld. Flugeldasýningunni er frestað þangað til á Jörvagleði í apríl. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar má nálgast hér: Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar