Vefsíða Vestfjarðarleiðarinnar opnuð

DalabyggðFréttir

Vestfjarðaleiðin er ný ferðamannaleið um Vestfirði og Dalina sem opnuð var í október sl. Núna hefur vefsíða ferðaleiðarinnar verið opnuð en þar má finna upplýsingar um skemmtilega afþreyingu, gistingu, áhugaverða staði og margt fleira sem hægt er að upplifa á leiðinni. Leiðin er um 950 km  með einstökum áningarstöðum og upplifunum. Vestfjarðaleiðin er stutt frá Reykjavík og Akureyri og er því …

Óskað eftir athugasemdum um framtíð Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Nú liggur fyrir samantekt Breiðafjarðarnefndar á framvindu og niðurstöðum verkefnisins sem gengið hefur undið nafninu “Framtíð Breiðafjarðar” og nefndin vann að á tímabilinu 2019-2020. Breiðafjarðarnefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörðinn. Samantektin er auk þess birt á heimasíðu nefndarinnar og óskað eftir athugasemdum íbúa. Smellið hér til þess að nálgast skjalið, “Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar”.  Athugasemdum …

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember að auglýsa tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar felast í því að 400 ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar er fært inn í aðalskipulag á svæðum sem eru skilgreind sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Umrædd svæði eru í landi Hróðnýjarstaða og í landi Sólheima. …

Íbúð til leigu / Apartment for rent – Bakkahvammur 8a

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir um íbúð að Bakkahvammi 8a , 370 Búðardal. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðina. Íbúðin sem um ræðir er um 90fm. Til að sækja um íbúðina þarf að fylla út umsóknareyðublað sem má finna bæði á formi pdf og word hér: Bakkahvammur hses. Athugið að öll samskipti varðandi íbúðina verða á rafrænu formi …

Alþjóðlegi klósettdagurinn 19. nóvember

DalabyggðFréttir

19. nóvember er Alþjóðlegi klósettdagurinn. Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er …

Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Vakin er athygli á að til að fá greiddan frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára þarf að skila inn greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15.maí fyrir vorönn og 15.desember fyrir haustönn. Umsóknareyðublað má nálgast hér: Umsókn um tómstundastyrk Skilyrði fyrir styrk er að styrkþegi eigi lögheimili í Dalabyggð og að hann sé nýttur til frístundaiðkunar í …

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur

DalabyggðFréttir

Á þitt barn rétt á 45.000 kr. sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk? Kannaðu málið með því að smella HÉR. Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða …

Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð til 1. desember

DalabyggðFréttir

Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð fram til 1. desember nk. Á meðan er hægt að vísa erindum í síma 458-2300 eða á netfangið vesturland@syslumenn.is til úrlausnar. Á vefnum syslumenn.is er svo að finna öll netföng embættisins, annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 199. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   199. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 18. nóvember 2020 og hefst kl. 18:00   Dagskrá: Almenn mál 1. 2003042 – Hróðnýjarstaðir – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers 2. 2003041 – Sólheimar – breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers 3. 2011027 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki VIII Mál til kynningar 4. 1904034 – Sorphreinsun – útboð 2020 – …