Söngæfing kórs eldri borgara verður í Tjarnarlundi sunnudaginn 6. október kl. 20. Meðal annars verður rædd hugmynd um að kórar eldri borgara syngi saman í Eldborgarsal Hörpunnar 1. desember næstkomandi.
Landsæfing björgunarsveita 2019
Laugardaginn 5. október n.k. verður landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Snæfellsbæ. Svæðisstjórn á svæði 5 og fulltrúar björgunarsveitanna á Snæfellsnesi og í Dölum bera hitann og þungan af undirbúningi og framkvæmd æfingarinnar. Leitað hefur verið lengi eftir aðstoð slysavarnadeildanna á svæðinu, líkt og gerist þegar útköll verða. Gert er ráð fyrir um 300 þátttakendum víðs vegar að af …
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: – Allir einstaklingar 60 ára og eldri. – Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og …
Rafmagnslaust á Fellsströnd
Rafmagnslaust verður á Fellsstrandarlínu frá Hellu að Klofningi mánudaginn 16. september kl. 13 – 16 vegna spennaskipta. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
Rafmagnslaust á Skarðsströnd
Rafmagnslaust verður á Skarðsströnd vegna spennaskipta og línuvinnu kl. 13-16 frá og með 10. september til 12. september. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
Heilsugæsla – september 2019
Í september koma á heilsugæslustöðina augnlæknir og háls-, nef og eyrnalæknir. Þá verður boðið upp á krabbameinsleit hjá konum og þjónustu heyrnarfræðinga HTÍ. Háls-, nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku þriðjudaginn 10. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Krabbameinsleit hjá konum Krabbameinsleit hjá konum fer fram í Búðardal þriðjudaginn 17. og …
Lokahóf UDN
Lokahóf UDN verður haldið fimmtudaginn 5. september í grunnskólanum á Reykhólum. Skemmtunin stendur frá kl. 18 til kl. 20. Verðlaunaafhendingar, grill og leikir.
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar bjóða uppá viðtalstíma á Vesturlandi dagana 9.-11. september. Áhugasamir geta aflað sér upplýsinga og bókað viðtal hjá Guðbjörgu á netfanginu gudbjorg@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400 fyrir hádegi á virkum dögum.
Ljósleiðaravæðing – Dalaveitur
Nú styttist í að Dalaveitur ljúki ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Dalabyggðar. Plæging ljósleiðarastrengs úr Saurbæ um Skarðsströnd í átt að Klofningi hófst í júlí og er verktakinn nú í grennd við Skarð. Plægt verður yfir á Fellsströnd í haust þar sem Stóra-Tunga er endastaður. Að því loknu verða tækin færð inn í Saurbæ til að plægja streng inn Gilsfjörð í Ólafsdal …
Viðvera atvinnuráðgjafa
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í stjórnsýsluhúsinu fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 13-15 frá september 2019 til maí 2020. Tímapantanir eru í síma 892 3208. Viðvera atvinnuráðgjafa í Dölunum Þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 1. október 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 13-15. Þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 13-15. …