Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna í samvinnu við UDN og verður þjófstartað á 100 ára afmæli UDN. En einmitt þennan dag, 9. desember, árið 1917 hafði verið boðað til stofnfundar Hjeraðssambands Dalamanna í Hjarðarholti. Rakinn verður aðdragandinn að stofnun Hjeraðssambands Dalamanna og annað það sem hafði áhrif á ungmennafélagsandann á upphafsdögum ungmennafélagshreyfingarinnar. Aðgangseyrir verður sem …
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. nóvember 2017 að auglýsa skipulags- og matslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Hér er sett fram sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004- 2016 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar sjö eru eftirfarandi: 1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal. 2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði. 3. …
Forsetaheimsókn 6. – 7. desember 2017
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú koma í opinbera heimsókn í Dalabyggð dagana 6. og 7. desember. Miðvikudagurinn 6. desember 15:00 Hjúkrunarheimilið Fellsendi. 15:40 Rjómabúið Erpsstöðum. 16:10 Ostagerð MS í Búðardal. 16:40 Leifsbúð. Opinn fundur um framtíð í ferðaþjónustu. Kynnt verða áform um uppbyggingu í Ólafsdal, Vínlandssetur og söguhringinn um Fellsströnd og Skarðsströnd. Kaffiveitingar. 18:10 Byggðasafn Dalamanna …
Jólatré við Auðarskóla
Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla mánudaginn 4. desember kl. 17:30. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.
Stjarnan 100 ára
Þann 1. desember 1917 var ungmennafélagið Stjarnan stofnað í fundarhúsi Saurbæjarhrepps að Skollhóli.Af tilefni 100 ára afmælis Stjörnunnar verður boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 2. desember kl. 20. Meðal annars verða skemmtileg atvik úr starfi Stjörnunnar rifjuð upp, Fagradalsfrændur munu stíga á svið o.fl. Félagar og aðrir velunnarar Stjörnunnar eru hvattir til að mæta og eiga saman góða …
Námskeið eldri borgara
Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit stendur fyrir námskeiði í keramikmálun í Rauðakrosshúsinu föstudaginn 1. desember kl. 11-18 og laugardaginn 2. desember kl. 10-18. Álfheiður Erla kennir á námskeiðinu. Hún mun koma með efni sem þátttakendur greiða fyrir. Hámark þátttakenda er 20. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. Það þarf að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 30. nóvember hjá Svönu …
Kínaferð Árna
Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Á dagskrá verður endurflutt efni og sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal. Árni fór árið 1753 til Danmerkur, þá 27 ára gamall og þaðan lá leið hans víða um heim og var hann talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Rakin verður ferð hans til Kína og fleiri …
Sveitarstjórnarfundi frestað
Fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem halda átti í dag 21. nóvember er frestað. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember og hefst hann kl. 17.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 154. fundur
154. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. nóvember 2017 og hefst kl. 20. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna 2. Fjárhagsáætlun 2017 – Viðauki 2 3. Fjárhagsáætlun 2018-2021 4. Samningur um endurskoðun 5. Samningur um símaþjónustu 6. Máskelda vegsvæði 7. Krummaklettar 2 – stofnun lóðar og landskipti 8. Aðalskipulag Dalabyggðar – breyting Almenn mál – umsagnir …
Dagur eldri borgara á leikskólanum
Í tilefni dags eldri borgara verður opið hús í leikskólanum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 10-11 fyrir Dalamenn 60 ára og eldri. Þar munu börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla bjóða upp á góðar móttökur, samveru, hressingu og sungið saman. Eldri borgarar í Dalabyggð eru hvattir að mæta á góða samverustund með yngri borgurum. Auðarskóli