Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna verður haldinn í báta og hlunnindasafninu á Reykhólum, fimmtudaginn 6. apríl kl. 17. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Skýrsla stjórnar 3. Afgreiðsla reikninga 4. Kosning í stjórn 5. Kynning á lokaskýrslu fornleifaskráningar í Flatey á Breiðafirði 6. Önnur mál
Súrkál og annað sýrt grænmeti
Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir námskeiði í að sýra grænmeti sunnudaginn 26. mars kl. 11:00-14:30 í Dalabúð. Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 146. fundur
146. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. mars 2017 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2016 2. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal 3. UDN – Samstarfssamningur 2017-2019 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Skráning menningarminja – skil á gögnum 5. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundur 2017 6. Sorpurðun Vesturlands – Aðalfundur …
Skyndihjálparnámskeið
Námskeið í skyndihjálp verður haldið í Auðarskóla 22. mars frá kl. 17:00 til 21:00. Skráning er í síma 864 6754 eða á netfangið bryndis@redcross.is. Námskeiðið kostar 5.000 kr. Stjórn Rauða krossins í Búðardal
Árgjald héraðsbókasafns
Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2016 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019, skrá þarf í skýringar ef greitt er fyrir annan. Einnig er hægt að greiða árgjaldið á skrifstofu Dalabyggðar. Eindagi árgjalds er 1. apríl og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu …
Hundahald í Búðardal
Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 7.000 kr í skráningargjald. Eftir það er 5.000 kr árgjald með gjalddaga 1. mars og eindaga 1. apríl. Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003 og gjaldskrá fyrir hundahald í Dalabyggð frá 16. desember 2014. Eigendum hunda í Búðardal ber skylda til að …
Bændur og búalið á Þórólfsstöðum
Laugardaginn 11. mars kl. 15 mun safnvörður segja frá bændum og búaliði síðustu 250 árin á Þórólfsstöðum í Miðdölum. Þar koma við sögu hagyrðingar, smíðar, fósturbörn, morðrannsókn, gullsmíði, skáld, myntsláttur, réttarfar, fólksflutningar, nafnagiftir, ættfræði og fleira. Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Kaffi á könnunni. Byggðasafn Dalamanna – fb
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur sitt þriðja og síðasta spilakvöld föstudaginn 3. mars kl. 20 í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.
Starfsmaður áhaldahúss – flokksstjóri vinnuskóla
Dalabyggð óskar eftir sumarstarfsmanni 1. maí – 30. september 2017. Starfið felst annars vegar í minniháttar viðhalds- og umhverfisverkefnum og hins vegar flokksstjórn Vinnuskóla Dalabyggðar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Laun eru skv. kjarasamningum …
Allir lesa úrslit
Úrslit í Allir lesa 2017 eru nú ljós og varð Dalabyggð í þriðja sæti á eftir Strandabyggð og Fjallabyggð. Dalabyggð hefur því hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Alls tóku 37 Dalamenn þátt í átakinu. En alls lásu þátttakendur 43.567 klukkustundir eða sem samsvarar um fimm árum. Öflugasti lestrarhestur landsins reyndist vera Ásdís Jónsdóttir frá Hólmavík en …