Seinkun skólabíla á miðvikudögum

DalabyggðFréttir

Samþykkt hefur verið í fræðslunefnd að seinka skólabílum einn dag í viku, á miðvikudögum til kl. 16:30. Byrjar það fyrirkomulag 6. september og verður til 29. nóvember. Markmiðið með þessu er að bæta aðgengi barna, sem fara með skólabílum til og frá skóla, að íþróttum og tómstundum. Meðal þess sem verður í boði fyrir börnin er fræðsla á vegum slysavarnadeildar …

Dalakonur

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn næsta, þann 24. ágúst, klukkan 20, í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, verður fyrsta kvöldið þar sem hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri, og börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Af hverju? Þessi kvöld eru hugsuð sem vettvangur …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 150. fundur

DalabyggðFréttir

150. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. ágúst 2017 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Vilja- og samstarfsyfirlýsing 2. Kosning formanns og varaformanns byggðarráð til eins árs 3. Íþróttamannvirki í Búðardal 4. Grasbýli í landi Fjósa 5. Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins 6. Afurðaverðslækkun sauðfjárafurða – áhrif á Dalabyggð 7. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 8. Ný …

Auðarskóli – skólaliði

DalabyggðFréttir

Skólaliða vantar við Auðarskóla í 90% starf. Áhugasamir hafi samband við Hlöðver Inga skólastjóra í síma 430 4753. Hæfniskröfur eru · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til 23. ágúst.

Félagsmiðstöðin Hreysið

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir frístundaleiðbeinenda í félagsmiðstöðina Hreysið fyrir veturinn 2017-2018. Markhópur Hreysisins eru unglingar á aldrinum 11-16 ára. Hlutastarf er í boði og vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin einu sinni í viku. Helstu verkefni og ábyrgð– Leiðbeina unglingum í leik og starfi.– Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Hæfniskröfur– Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 …

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla fer fram þriðjudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00. Klukkan 11:00 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 11:20 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:40 fyrir nemendur elsta stigs. Einnig minnum við á að í vetur samþykkti fræðslunefnd og síðar sveitastjórn að Auðarskóli myndi kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. – …

Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2017

DalabyggðFréttir

Fimmtánda Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 14 í Sævangi á Ströndum. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt. Kaffihlaðborð og kjötsúpa verður í boði á …

Ólafsdalshátíð 12. ágúst 2017

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 12. ágúst 2017. Að venju er frítt á hátíðina, en seldir eru miðar í Ólafsdalshappdrættinu. Dagskrá Kl. 12:00-13:15 Gönguferð um minjastaði í Ólafsdal. Hafa fundist víkingaaldarminjar í dalnum? Leiðsögumaður er Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Mæting er kl. 11.45. Kl. 13:00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Miðaverð er 500 kr, veglegir vinningar. Kl. …

Á bernskuslóðum

DalabyggðFréttir

Vestlendingarnir og óperusöngvararnir Guðrún Ingimars og Elmar Gilbertsson sem hafa búið og starfað um árabil erlendis verða á heimaslóðum helgina 12.-13. ágúst. Guðrún og Elmar verða með tónleika í Dalabúð Búðardal laugardaginn 12. ágúst kl. 20 og í Borgarneskirkju sunnudaginn 13. ágúst kl. 17. Á efnisskránni verða íslensk sönglög og söngleikjatónlist. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Athugið að ekki er tekið …

Lífsmyndir í vöku og draumi

DalabyggðFréttir

Síðustu tónleikar sumarsins á Hótel Eddu á Laugum verða sunnudaginn 6. ágúst kl. 21. Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson leika uppáhaldslögin sín í eigin útsetningum og skemmtilegum útfærslum. Íslensk sönglög og þjóðlög í bland við þekktar klassískar perlur. Tónleikarnir eru um klukkutíma að lengd og frítt er inn á þá.