Augnlæknir á heilsugæslustöðinni

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 12. janúar 2017. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt fyrsta spilakvöld af þremur föstudaginn 6. janúar kl. 20 í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fer yrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Áramótabrennur

DalabyggðFréttir

Árlegar áramótabrennur verða í Búðardal og í Saurbænum. Allar breytingar á brennustæðum og tímasetningum verða auglýstar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is. Árleg brenna í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Brennan í Saurbænum verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti.

Jólaball Lionsklúbbs Búðardals

DalabyggðFréttir

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, kl. 17:30 verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð. Að venju verður boðið uppá heitt súkkulaði með rjóma og eru gestir beðin að koma með eitthvað gott með því. Kristján og Hanna Valdís mæta með nikkurnar og spila fyrir dansi í kringum jólatréð og einhverjir góðir gestir mæta á svæðið.

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi í Saurbæ föstudaginn 30. desember kl. 20. Spjaldið kostar 700 kr og þar sem ekki er posi á staðnum er nauðsynlegt að hafa með sér reiðufé. Sjoppa á staðnum í hléi.

Gleðileg jól

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Heilsugæslan – sérfræðingar

DalabyggðFréttir

Háls-, nef- og eyrnalæknir verður miðvikudaginn 28. desember, augnlæknir 12. janúar og ljósmóðir 25. janúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Háls-, nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku miðvikudaginn 28. desember 2016. Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 12. janúar 2017. Krabbameinsskoðun Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku vegna leghálssýnatöku miðvikudaginn …

Opið fjós á Erpsstöðum

DalabyggðFréttir

Opið fjós verður á Erpsstöðum sunnudaginn 18. desember frá kl. 14. Kl. 14 verður boðið upp á kynnisferð um sali Rjómabúsins. Kl. 14:30 verður leiðsögn um fjósið. Þá hefur gamla fjósið gengið í gegnum miklar breytingar sem einnig verður hægt að skoða. Lifandi tónlist verður milli kl. 15 og 16.

Tillaga að deiliskipulagi í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Ólafsdal í Dalabyggð skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta bændaskóla landsins í Ólafsdal árið 1880 og rak hann til 1907. Menningarlandslag í Ólafsdal er mjög …

Auðarskóli – deildarstjóri á leikskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til starfa. Staðan er laus frá og með 1. janúar. Umsóknarfrestur er til 23. desember 2016. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á leikskóla. Hæfnikröfur eru · leikskólakennaramenntun · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Upplýsingar …