Seinkun skólabíla á miðvikudögum

DalabyggðFréttir

Samþykkt hefur verið í fræðslunefnd að seinka skólabílum einn dag í viku, á miðvikudögum til kl. 16:30. Byrjar það fyrirkomulag 6. september og verður til 29. nóvember.
Markmiðið með þessu er að bæta aðgengi barna, sem fara með skólabílum til og frá skóla, að íþróttum og tómstundum. Meðal þess sem verður í boði fyrir börnin er fræðsla á vegum slysavarnadeildar Dalabyggðar, félagsmiðstöð, skátastarf, fermingarfræðsla fyrir fermingabörn, leikjanámskeið og íþróttaæfingar. Tómstundastarfið verður í boði fyrir öll börn grunnskólans.
Starfið fer ekki allt fram á skólalóðinni og ef foreldrar þurfa upplýsingar varðandi starfsemina er hægt er að nálgast þær hjá skólaritara í síma 430 4757 eða senda póst á jonina@audarskoli.is. Ítarlegri upplýsingar verða sendar til foreldra í byrjun september.
Börnin geta fengið síðdegishressingu um kl. 15. Það þarf að skrá börnin í síðdegishressingu og kostar hún 174 kr á dag. Gæsla verður í boði kl. 15:10-16:30, fyrir þau börn sem fara heim með skólabílum, sem vilja ekki taka þátt í því tómstundastarfi sem verður í boði.

Athugið að foreldrar barna á leikskólanum, sem ferðast með skólabílum, þurfa að sækja um lengri tíma í vistun á miðvikudögum, það er ef þau ætla að nýta skólabílinn heim þann dag.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei