Knattspyrnuæfingar

DalabyggðFréttir

Knattspyrnuæfingar fyrir mið- og elsta stig eru á mánudögum kl. 15:30-16:30. Æfingarnar fara fram í Dalnum, á meðan aðstæður leyfa. Knattspyrnuæfingar fyrir yngsta stig er á gæslutíma á fimmtudögum á sparkvellinum við Auðarskóla.

Rafmagnslaust í Haukadal og Miðdölum

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður fimmtudaginn 1. september í Haukadal og Miðdölum frá Skógstagli/Álfheimum til og með að Bröttubrekku frá kl. 13 til 17 vegna tenginga á háspennukerfi. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími Rarik er 528 9390

Stígamót

DalabyggðFréttir

Stígamót bjóða til opins fundar í Hnyðju Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu) mánudaginn 5. september kl. 17:15. Í vetur munu Stígamót bjóða upp á ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. Það gagnast ef til vill ekki vel fyrir Dali, Strandir og Reykhólasveit. En þar sem við erum á leið á Ísafjörð að kynna þjónustuna, langar okkur að bjóða upp á kynningu líka …

Rafmagnslaust í Miðdölum

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður miðvikudaginn 31. ágúst frá Skógstagli að Bröttubrekku og í Miðdölum frá kl. 13 til 16:30 vegna vinnu við háspennukerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími Rarik er 528 9390.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi tengir saman þá sem vinna að miðlun og öflun þekkingar fullorðinna á svæðinu og stendur fyrir ýmsu námsframboði í fullorðinsfræðslu, auk náms- og starfsráðgjafar og ráðgjafar og greiningar á fræðsluþörf innan fyrirtækja. Hægt er að kynna sér framboð þeirra í námskeiðum og námsleiðum á heimasíðu þeirra. Í boði eru meðal annars námskeið í steinhöggi, lyftaranámskeið, íslenska fyrir …

Augnlæknir

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 1. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilbrigðisstofun Vesturlands – Búðardal

Landskeppni smalahunda 2016

DalabyggðFréttir

Landskeppni smalahunda 2016 verður haldin að Bæ í Miðdölum helgina 27. – 28. ágúst og hefst keppnin kl. 10 báða dagana. Landskeppni Smalahundafélags Íslands er haldin í samstarfi Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Smalahundadeildar Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Keppni fer fram dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10 báða daganna.Dómari verður Bevis Jordan en hann …

Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðaráðs 6. júlí og sveitarstjórnar 16. ágúst voru samþykktar reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar. Í reglunum er fjallað um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá launað starfsleyfi hjá Dalabyggð. En auk þess skipta kjarasamningar og reglur stéttarfélaga þar máli. Reglur um launuð námsleyfi starfsmanna Dalabyggðar

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Gera má ráð fyrir rafmagnstruflunum á Skógarströnd og í Suður-Dölum aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 1:00 til kl. 6:00 vegna vinnu Landsnets á 66 kV flutningskerfi sínu. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími er 528 9390. RARIK

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 21. ágúst kl. 14 á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson Hríshóli …