Móttaka heyrnarfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands verður föstudaginn 19. ágúst kl. 9-12 við heilsugæslustöðina í Búðardal. Boðið veður upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og aðstoð með heyrnartæki og stillingar. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í síma 581 3855
Ólafsdalshátíð laugardaginn 6. ágúst
Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 6. ágúst. Aðgangur er ókeypis og fjölbreytt dagskrá í boði. Hátíðardagskrá, Ómar Ragnarsson, Lína langsokkur og margt fleira. Kl. 11:00-12:20 Ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árgerð 1940) í kringum Gilsfjörð. Leiðsögumaður: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Reykhólasveit. Mæting kl. 10.45. Kl. 11:00. Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. 1. vinningur: flugmiðar fyrir tvo …
Héraðsbókasafn – sumarleyfi
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað dagana 25. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa.
Ólafsdalur sumarið 2016
Opið er í Ólafsdal alla daga kl. 12-17 fram til 14. ágúst. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís o.fl. í boði. Staðarhaldarar eru þeir sömu fyrir Ólafsdalsfélagið og í fyrra, það er Elfa Stefánsdóttir og Haraldur Baldursson. Hafa má samband í síma 821 9931 og á netfanginu elfa@hbt.is Málverkasýning Guðrúnar Tryggvadóttur „Dalablóð“ opnar laugardaginn 23. júlí kl. 14 eins og áður hefur komið …
Dalablóð – Málverkasýning í Ólafsdal
Guðrún Tryggvadóttir verður með málverkasýningu í Ólafsdal 23. júlí – 14. ágúst. Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, endurskapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast …
Náttúrubarnaskólinn í Sævangi
Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar …
Auðarskóli – grunnskólakennari
Vegna óvæntra forfalla vantar grunnskólakennara við Auðarskóla fyrir næsta starfsár. Leiðað er að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Menntun og hæfniskröfur Grunnskólakennaramenntun Áhugi á kennslu og skólastarfi Góð samskiptahæfni Frumkvæði og sjálfstæði í störfum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með …
Bæjarhátíð í Búðardal
Bæjarhátíð verður í Búðardal frá föstudeginum 8. júlí til sunnudagsins 10. júlí. Verður þar á dagskrá sambland af fyrri liðum og nýjungar. Skreytingar Í tengslum við bæjarhátíð 8.-10. júlí eru bæjarbúar hvattir til að skreyta bæinn hátt og lágt og mynda þannig skemmtilega stemningu. Litaþemað verður milli gatna líkt og áður og skiptingin verður við lækinn í Búðardal. Blátt og …
Tómas R., Óskar og Sigríður
Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson og Sigríður Thorlacius verða með tónleika í gyllta salnum á Laugum sunnudaginn 3. júlí kl. 21. Sveiflujass verður í aðalhlutverki á þessum tónleikum. Aðgangur er ókeypis, húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21.
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 6. júlí. Tímapantanir eru í síma 432 1450.