Föstudaginn 24. júní kl. 10– 16 verður flugdrekasmiðja fyrir grunnskólabörn á yngsta stigi Auðarskóla. Arite Fricke iðnhönnuður leiðbeinir börnunum. Börnin hanna og smíða sína eigin flugdreka og spreyta sig á að láta þá fljúga í Víkinni við Ægisbraut í lok dags. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir verkefnið og er þátttaka ókeypis. Skráning er hjá Völu í síma 845 2477 og á info@dalir.is …
Hreinsun rotþróa
Árleg hreinsun rotþróa fer fram á næstu vikum og í ár verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Sumarið 2017 í Suðurdölum og Haukadal og í Laxárdal og sumarið 2018 á Skarðsströnd og í Saurbæ. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að …
Þjóðlendukröfur
Kröfulýsingarfrestur vegna þjóðlendukrafna í Dalasýslu rennur út 18. júní 2016. Þjóðlendukröfur í Dalasýslu
Timbur- og járngámar í dreifbýli
Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Saurbær, Skarðsströnd og Fellsströnd (Ytra-Fell) 16. – 23. júní. Fellsströnd (Valþúfa), Hvammssveit og Laxárdalur 23. – 30. júní. Haukadalur og Miðdalir 30. júní – 7. júlí Hörðudalur og Skógarströnd 7. – 14. júlí
Hestaþing Glaðs 18.-19. júní
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. – 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Forkeppnir hefjast kl. 10 á laugardaginn og kl. 20 verða ræktunarbússýningar, kappreiðar og úrslit í tölti. Á sunnudaginn hefjast úrslit kl. 13. Nánari upplýsingar á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður
Svæðisskipulag – Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar
Á þriðja fundi sínum, þann 1. júní sl., samþykkti svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lýsingu skipulagsverkefnis fyrir sveitarfélögin. Lýsingin er unnin samkvæmt ákvæði 23. gr. skipulagslaga. Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi svæðisskipulags og hvernig staðið verður að vinnslu þess. Lýst er landfræðilegu samhengi skipulagssvæðisins og samhengi verkefnisins við aðra stefnumótun og áætlanagerð á svæðis- og landsvísu. …
Lóðasláttur eldri borgara
Þeir eldri borgarar sem þarfnast lóðasláttar, þurfa að sækja um það á skrifstofu Dalabyggðar, einnig er umsóknareyðublaðið að finna á heimasíðu Dalabyggðar. Umsókn um lóðaslátt
Bjartmar í Leifsbúð
Laugardaginn 11 júní mun Bjartmar Guðlaugsson halda tónleika í Leifsbúð, tónleikarnir hefjast kl. 21. Eins og flestir vita á Bjartmar farsælan feril sem tónlistamaður hérlendis. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Matur og drykkur verður til sölu á meðan tónleikarnir standa yfir.
Garðland
Garðland fyrir grænmetisræktun í Búðardal er í námunda við vatnstankinn. Íbúum Dalabyggðar er frjálst að helga sér reit á svæðinu til afnota sumarlangt endurgjaldlaust, en eru beðnir að gæta hófs varðandi stærð þannig að sem flestir áhugasamir geti nýtt sér svæðið.
Kvennahlaup ÍSÍ
27. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 4. júní kl. 11 og hefst við Leifsbúð. Hægt verður að hlaupa stóran (2,2 km) eða lítinn hring (1 km). Verð á kvennahlaupsbolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri, verðlaunapeningur er innifalinn í verði. Frítt verður í sund á Laugum eftir hlaupið og þarf …