Innanríkisráðherra hefur staðfest lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð og var hún birt í Stjórnartíðindum 6. maí og hefur þar með tekið gildi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér efni samþykktarinnar sem finna má á vef Dalabyggðar og á vef Stjórnartíðinda. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð
Augnlæknir
Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 3. júní. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Heim í Búðardal
Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin helgina 8.-10. júlí. Viðburðir hátíðarinnar verða meðal annars Vestfjarðarvíkingurinn, kassabílarallý KM, ljósmynda- og myndlistasýningar og fleira. Ef einhverjir vilja koma að hátíðinni með einhverjum hætti þá er hægt að hafa samband við Svönu í síma 779 1324 eða netfangið tomstund@dalir.is. Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni Bæjarhátíð í Búðardal.
Íþróttaæfingar UDN
Frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00-19:00. Engin æfingagjöld verða á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Svana Hrönn. Nánari upplýsingar í síma 779 1324, netfanginu udn@udn.is og á heimasíðunni www.udn.is.
Leifsbúð – sumarstörf
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í Leifsbúð í sumar. Upplýsingar gefur Hafliði í síma 823 0100 eða netfangið he1008@hotmail.com
Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Á hjúkrunarheimilinu Fellsenda eru laus störf sjúkraliða, félagsliða eða í aðhlynning á hjúkrunarheimilinu frá 1. ágúst. Hjúkrunarheimilið Fellsendi sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða og er starfið mjög fjölbreytt og jafnframt lærdómsríkt. Um er að ræða vaktavinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Nánari upplýsingar gefur Jóna Helga Magnúsdóttir í síma 863 5090 eða jona@fellsendi.is.
Héraðsbókasafn – sumarleyfi
Vegna sumarleyfa verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað vikuna 22. – 28. maí. Þá verður bókasafnið lokað af sömu ástæðum 20. júní til 1. júlí og síðan 25. júlí til 15. ágúst.
Sveitarstjórnarfundur
136. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. apríl 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 2. Leigusamningur Leifsbúð Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Umsögn um rekstrarleyfi Brekkuhvammur 1 4. Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Stóra Vatnshorn 5. Frumvörp til umsagnar 6. Félag sauðfjárbænda – Ályktun frá aðalfundi 2016 7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða …
Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar
Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur og gjaldskrá vegna leigu á beitar- og ræktunarlandi í eigu Dalabyggðar og er bæði birt á vefnum dalir.is. Í gjaldskrá sem birt var 6. maí vantaði eina spilduna, en hefur nú verið bætt úr því. Nú eru lausar til umsóknar nokkrar spildur úr landi Fjósa. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á dalir.is og skrifstofu Dalabyggðar. Skv. …
Þjóðlendukröfur
Kröfulýsingarfrestur vegna þjóðlendukrafna í Dalasýslu hefur verið framlengdur til 18. júní 2016.