Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð verður í Búðardal frá föstudeginum 8. júlí til sunnudagsins 10. júlí. Verður þar á dagskrá sambland af fyrri liðum og nýjungar.

Skreytingar

Í tengslum við bæjarhátíð 8.-10. júlí eru bæjarbúar hvattir til að skreyta bæinn hátt og lágt og mynda þannig skemmtilega stemningu.
Litaþemað verður milli gatna líkt og áður og skiptingin verður við lækinn í Búðardal. Blátt og rautt þema norðan lækjar. Grænt og appelsínugult sunnan lækjar.

Inside Out Project

Inside Out Project komið til Íslands – í Búðardal á bæjarhátíð.

Föstudagurinn 8. júlí

Töfrabragðanámskeið verður kl. 16, kjötsúpa kl. 18:30-20:30. ljósmynda- og mynlistasýning Matthíasdætra kl. 20-22 og kvöldvaka kl. 21

Laugardagurinn 9. júlí

Morgunverður og Nikkólína kl. 9-11, Latibær við Dalabúð kl. 11, Vestfjarðavíkingurinn kl. 12-14, Leirlistasýning Guggu Björns kl. 14, kassabílarallý KM kl. 14:30, veltubíll kl. 15-18, ljósmynda- og mynlistasýning Matthíasdætra kl. 15:30-21, froðurennibraut kl. 16 -17, skátaleikir kl. 17-18 og dansleikur með Goðsögn kl. 23.

Sunnudagurinn 10. júlí

Tónleikar með Glöðum röddum, Nikkólína og handverkssýning á Silfurtúni.

Bæjarhátíð í Búðardal

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei