Íbúafundur 14. apríl

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl í Dalabúð kl. 20:00. Dagskrá 1. Ársreikningur Dalabyggðar 2014 2. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2015 3. Ferðamenn í Dalabyggð 2004 – 2014 Rögnvaldur Guðmundsson kynnir skýrslu og svarar fyrirspurnum 4. Flokkun úrgangs í nútíð og framtíð Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar

Badmintonæfingar

DalabyggðFréttir

7 vikna námskeið í badminton á Laugum hefst 14. apríl og er út maí. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 15:30-17. Skráning er fyrir kl. 15 þriðjudaginn 14. apríl. Aðeins er pláss fyrir 12 þátttakendur, þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning er á netfanginu laugar@umfi.is eða í síma 861 2660. Verð er 4.200 kr., innifalið eru flugur á æfingum og …

Aðalfundur SDS 2015

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu (SDS) verður haldinn í Dalabúð laugardaginn 18. apríl kl. 17. Dagskrá · kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar. · skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu starfstímabili. · endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. · skýrsla orlofsnefndar. · skýrsla starfsmenntunarsjóðs · tillögur stjórnar um gjald úr orlofs og starfsmenntunarsjóði til rekstarar félagssins · kosning …

Jörvagleði 2015

DalabyggðFréttir

Jörvagleði 2015 verður dagana 23. – 26. apríl 2015. Fimmtudagur 23. apríl – sumardagurinn fyrsti 12:30 Firmakeppni hesteigendafélags Búðardals á reiðvellinum í Búðardal 14:00 Setning Jörvagleði í Dalabúð. Skrúðaganga, barnaskemmtun, ljósmyndagetraun og kaffisala. 16:00 – 18:00 Tækjasýning hjá Tona á Vesturbraut 8. 20:00 Hanna Dóra Sturludóttir ásamt hljómsveitinni Salon Islandus í Dalabúð Föstudagur 24. apríl 21:00 Leikdeild ungmennafélagsins Grettis á …

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður. Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni; 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar. 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála. Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar …

Karlakórinn Lóuþrælar

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Lóuþrælar syngja miðvikudaginn 8. apríl kl. 21 í Dalabúð. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 kr (enginn posi á staðnum) og frítt fyrir 14 ára og yngri.

Sjálfboðavinnuverkefni

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 30. apríl 2015. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í næsta nágrenni sínu. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …

Vetrarleikar Glaðs

DalabyggðFréttir

Vetrarleikar hestamannafélagsins Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 11. apríl og hefst mótið stundvíslega klukkan 12. Dagskrá 1. Forkeppni Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur. Fimmgangur: opinn flokkur Tölt: pollaflokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur. 2. Úrslit Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur. Fimmgangur: opinn flokkur Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur. 3. 100 …

Svíðingar á Fjósum

DalabyggðFréttir

Gömlu útihúsin á Fjósum hafa nú staðið lítið nýtt í nokkurn tíma og hefur verið leitað leiða að finna atvinnuskapandi starfsemi í húsin. Nú hafa náðst hafa samningar um svíðingar á ærhausum og löppum í húsunum. Góðir markaðir hafa fundist á Míkrónesíu, þar sem lognuð svið þykja herramannsmatur. Húsin verða standsett nú um páskana og vænta má að starfsemi hefjist …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Eigendum hunda í Búðardal er skylt að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða 7.000 kr. gjald. Í því gjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Eftir það er innheimt árlega 5.000 kr gjald fyrir hvern skráðan hund. Í árlegu gjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Í innskráningargjaldi er innifalið árgjald fyrir það ár sem hundurinn er …