Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir keppni í fjórgangi laugardaginn 22. mars kl. 13 í Nesoddahöllinni Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Í barnaflokki verður keppt í hægu tölti, brokki, feti og fegurðartölti. Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Aðalfundur Glaðs …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 110. fundur
110. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 20. mars 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundarboð 2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. – Aðalfundarboð Fundargerðir til staðfestingar 3. Byggðarráð Dalabyggðar – 138. fundur 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 139. fundur 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 140. fundur 5.1. …
Hjóna – og paranámskeið
Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna og paranámskeið í matsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20:30 – 22. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parsambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál og ekki þurfa að vera vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera …
Rekstur Leifsbúðar
Valdís Gunnarsdóttir hefur tekið að sér rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Leifsbúð, umsjón með húsinu og sýningum. Valdís hefur þegar tekið við rekstrinum og mun opna húsið fyrrihluta aprílmánaðar. Valdís mun sjá um samskipti Dalabyggðar við Markaðsstofu og Upplýsingamiðstöð Vesturlands. Ferðaþjónustuaðilar í Dalabyggð eru hvattir til að setja sig í samband við Valdísi og koma til hennar upplýsingum um starfsemi sína.
Aðalfundur Rauðakrossins
Aðalfundur Búðardalsdeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars næstkomandi í Auðarskóla kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Búðardalsdeild Rauða krossins
Töltmót í Nesoddahöllinni
Hestamannafélagið Glaður heldur töltmót í Nesoddahöllinni laugardaginn 1. mars og hefst keppni stundvíslega kl. 13. Keppt verður í barna- (1 hringur hægt tölt og 1 hringur fegurðartölt), unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Vakin er sérstök athygli á því að það verður keppt í kvenna- og karlaflokki, háð þátttöku þó. Skráningar eru í skráningakerfi hestamanna á slóðinni www.sportfengur.com. Nánari leiðbeiningar eru …
Öskudagsskemmtun
Árleg öskudagsskemmtun Foreldra- og nemendafélags Auðarskóla verður haldin í Dalabúð miðvikudaginn 5. mars n.k. kl. 17-20. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, leikir, diskótek og vöfflukaffi til styrktar nemendafélaginu. Athugið að enginn posi er á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Stjórn Foreldrafélags Auðarskóla
Kynningarfundur um sáttatillögu ríkissáttasemjara
Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfundar vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkssáttasemjara til lausnar kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins og undirrituð var 20. febrúar 2014. Um er að ræða félagsmenn í þeim deildum félagsins sem vinna eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) við Samtök atvinnulífsins, ekki þá sem eru í deildum Samiðnar eða LÍV, starfa eftir samningum ríkis- eða sveitarfélaga eða eftir …
Nýtt fyrirtæki opnar í Búðardal
Fimmtudaginn 27. febrúar mun stálsmiðja, bíla- og vélaverkstæðið B.A. Einarsson opna að Vesturbraut 8 í Búðardal. Í tilefni þess er íbúum Dalabyggðar og nærsveita boðið að kíkja við, þiggja kaffisopa og léttar veitingar á meðan birgðir endast.
Skólaliði í Auðarskóla
Skólaliða vantar tímabundið í 50% starf í mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð. Starfið fellst í aðstoð í eldhúsi, þrifum og gæslu. Um er að ræða vinnu í fjórar vikur frá og með 4. mars næstkomandi. Að lokinni afleysingu í mötuneytinu er möguleiki á afleysingavinnu í öðrum deildum Auðarskóla. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið …