Samtök um söguferðamennsku

DalabyggðFréttir

Samtök um söguferðamennsku halda félagsfund sinn og málþing að Vogi á Fellsströnd laugardaginn 19. október kl. 11-15. Kl. 11 verður hugarflæðisfundur um þróunar- og nýsköpunartækifæri í söguferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð. Kl. 13 er málþing um eflingu ferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð. Þar munu heimamenn og Breiðfirðingar kynna það sem er í boð á svæðinu og ónýtta möguleika. …

Bólusetning gegn inflúensu

DalabyggðFréttir

Árleg bólusetning gegn inflúensu er að hefjast á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Búðardal/Reykhólum. Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir • alla einstaklinga 60 ára og eldri. • öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.• þungaðar konur. Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á …

Íslandsmeistaramót í rúningi 2013

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur sem fyrr fyrir Íslandsmeistaramótinu í rúningi fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. Keppnin hefst kl 14 í reiðhöllinni í Búðardal. Rúningsmenn og konur sem ætla að taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig hjá Jóni Agli í síma 867 0982 eða á netfangið bjargey @simnet.is. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 21. október. Vegleg verðlaun eru í boði …

Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Starfskraft vantar í 50% starf í Leifsbúð. Þjónustulund er skilyrði, en æskilegt er að viðkomandi geti talað góða íslensku og ágæta ensku. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar eru hjá Freyju í síma 869 6463 eða hjá Vinnumálastofnun Vesturlands. Einnig er hægt að senda umsóknir á leifsbud@dalir.is eða hjá vinnumálastofnun inni á vef þeirra vinnumalastofnun.is undir …

Krabbameinsleit

DalabyggðFréttir

Krabbameinsleit verður á heilsugæslunni í Búðardal 7. – 8. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Tómstundir haust 2013

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur fyrir haustönn 2013 er nú kominn út. Ritstjóri sem fyrr er Svala Svavarsdóttir. Í boði er íþróttaskóli fyrir yngstu börnin, skátastarf, glíma, knattspyrna, kirkjuskóli og fleira. Tómstundabæklingur haust 2013

Fjölskyldu- og vinahátíð á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Heimilis- og starfsfólk Fellsenda býður til fjölskyldu- og vinahátíð á Fellsenda laugardaginn 5. október kl. 14. Starfsemi hjúkrunarheimilisins verður kynnt, tónlistaratriði, helgistund, sölusýningar á munum gerðum í iðjunni og kaffiveitingar

Tillaga að breytingu aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17.september sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: · Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. · Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar brúar og tilfærslu á námu, E14 Lýsingin er birt á …

Hönnunarsamkeppni FSD og Ístex

DalabyggðFréttir

Árleg hönnunarsamkeppni Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Ístex verður á haustfagnaði FSD fyrsta vetrardag. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin og að þessu sinni skal hanna eitthvað til að verma háls/herðar. Tækni er frjáls; prjónar, heklunál, þæfing eða hvað annað sem henta þykir. En að sjálfsögðu skal unnið með íslenska ull. Sjálf hönnuarsamkeppnin er laugardaginn 26. október í …

Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem eitthvert skemmtilegt augnablik er fangað á milli smalans, sauðkindarinnar, smalahundsins og smalahestsins. eða bara einhvert skemmtilegt tengt sauðkindinni úr leitum, réttum og smalamennskum hér í Dalasýslu. Því ættu allir að hafa myndavélina alltaf við höndina þegar verið er að ragast í fénu. Myndirnar skulu sendar á netfangið bjargeys@simnet.is í síðasta lagi …