Rekstur Leifsbúðar

DalabyggðFréttir

Valdís Gunnarsdóttir hefur tekið að sér rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Leifsbúð, umsjón með húsinu og sýningum.
Valdís hefur þegar tekið við rekstrinum og mun opna húsið fyrrihluta aprílmánaðar.
Valdís mun sjá um samskipti Dalabyggðar við Markaðsstofu og Upplýsingamiðstöð Vesturlands. Ferðaþjónustuaðilar í Dalabyggð eru hvattir til að setja sig í samband við Valdísi og koma til hennar upplýsingum um starfsemi sína.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei