Borgarafundur á Hótel Vogi

DalabyggðFréttir

Trausti Bjarnason hefur boðað til almenns borgarafundar að Hótel Vogi á Fellsströnd, mánudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 20.
Fundarefni eru samgöngu-, raforku-, fjarskipta- og önnur mál.
Boðaðir hafa verið á fundinn allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni, Rarik og aðilum sem hafa með fjarskiptamál svæðisins að gera.
Íbúar Dalabyggðar og nærsveita eru hvattir til að mæta á fundinn og koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei