Fjórgangur í Nesoddahöllinni

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir keppni í fjórgangi laugardaginn 22. mars kl. 13 í Nesoddahöllinni Búðardal.
Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum.
Í barnaflokki verður keppt í hægu tölti, brokki, feti og fegurðartölti.
Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.
Aðalfundur Glaðs verður síðan haldinn í Leifsbúð þriðjudaginn 25. mars og hefst kl. 20:30.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei