Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2013
Jörfagleði – Makalaus sambúð
Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið Makalaus sambúð föstudaginn 26. apríl kl. 20 í Dalabúð. Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna, en 1.300 kr. fyrir börn ágrunnskólaaldri. Frítt er fyrir 5 ára og yngri. Miðapantanir eru í síma 865 3838. Makalaus sambúð Makalaus sambúð er gamanleikur um samskipti fólks og sambúð. Átta leikendur eru í verkinu, auk annarra er koma að sýningunni. …
Jörfagleði – Páll Óskar
Í tengslum við Jörfagleði verður dansleikur með Páli Óskari í Dalabúð laugardaginn 27. apríl í Dalabúð. Þar mun hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson þeyta skífum og syngja sín bestu lög samfellt alla nóttina. Og að sjálfsögðu með öllu tilheyrandi; dönsurum, blöðrum, risahljóðkerfi og ljósasýningum. Þess má geta að Páll Óskar hefur aldrei troðið upp í Búðardal áður og er …
Hugarflug um handverk
Handverkshópurinn Bolli í Dalabyggð stendur fyrir ráðstefnu um handverk í Leifsbúð Búðardal laugardaginn 13. apríl frá kl. 11:30 – 18:00. Gestir ráðstefnunnar eru Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Jóhanna Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands Blönduósi, Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands, Ása Ólafsdóttir vefnaðarlistakona í Lækjarkoti, Ríta Freyja Bach handverkskona í Grenigerði, Sigríður Erla Guðmundsdóttir leirlistakona í Stykkishólmi, Lára Gunnarsdóttir listakona í …
Sjálfboðavinnuverkefni
Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur um styrki til sjálfboðavinnuverkefna. Til ráðstöfunar eru allt að 1.500.000 kr. á árinu 2013. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í næsta nágrenni sínu. Reglur og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2013.
Héraðsbókasafn
Héraðsbókasafnið verður lokað fimmtudaginn 11. apríl vegna vorfundar FINA.
Sambandsþing UDN
92. sambandsþing UDN fer fram í Leifsbúð í Búðardal mánudaginn 8. apríl kl. 19. Áhugasamir boðnir velkomnir á fundinn.
Ferðamálafélag Dala og Reykhólahrepps
Aðalfundur undangenginna ára verður haldinn í Þurranesi í Saurbæ mánudaginn 8. apríl kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf miðað við aðstæður. Kosningar. Súpa seld á vægu verði. Allir eru velkomnir á fundinn og í félagið.
Kjörskrá
Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-14. Einnig er hægt að fara inn á kosningavef Innanríkisráðuneytisins og kanna upplýsingar um skráningu á kjörstað. Kjörskrár miðast við skráð lögheimili í sveitarfélagi eins og það er samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, eða 23. mars 2013. Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins
Eldri félagar Karlakórs Reykavíkur
Laugardaginn 6. apríl munu Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur fylla Dalabúð af karlakórssöng. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er frítt inn á tónleikana. Gömul og góð íslensk lög verða í öndvegi undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Friðrik er hugsanlega eini kórstjórinn í heiminum sem stjórnar þremur kynslóðum karla; Drengjakór Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Eldri félögum í Karlakór Reykjavíkur. Til sölu …