Refa- og minkaveiðar í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 voru unnir 232 refir og 124 minkar í Dalabyggð.
Útlagður kostnaður sveitarfélagsins vegna veiðanna var 5,9 m. kr., þar af er virðisaukaskattur um 1,1 m. kr.
Endurgreiðsla ríkisins er að hámarki við 50% af kostnaði við minkaveiðar. Því geta að hámarki um 0,9 m. kr. komið í hlut Dalabyggðar.
Ríkissjóður virðist því hagnast á viðleitni sveitarfélaga til að sporna við útbreiðslu refa og minka.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei