Spurningin

DalabyggðFréttir

Hér koma niðurstöður svörunar síðustu tveggja spurninga. Hvenær fórstu síðast fyrir strandir (Fellsströnd / Skarðsströnd)? 2009-2010 61,6 % 2005-2008 24,4 % 2000-2004 2,3 % Síðustu öld 10,5 % Aldrei 1,2 % Hvað ferðu oft inn á heimasíðu Dalabyggðar (www.dalir.is)? Fyrsta og eina skiptið 9,8 % U.þ.b. mánaðarlega 21,6 % U.þ.b. vikulega 37,3 % U.þ.b. daglega 31,4 %

Sr. Elína Hrund ræðir um Kvennakirkjuna

DalabyggðFréttir

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli flytur erindi um Kvennakirkjuna í Leifsbúð í kvöld, þriðjudaginn 4. maí kl. 21:00. Erindi hennar, sem er öllum opið, verður í Leifsbúð í Búðardal um kl. 21 að loknum aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sem þar verður á undan. Veglegar veitingar verða í boði Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur. Innan SBK eru nú þrjú kvenfélög …

Karlakórinn Ernir í Dalabúð!

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 8. maí kl. 16:00 mun Karlakórinn Ernir frá norðanverðum Vestfjörðum koma og gleðja Dalamenn og nærsveitunga með tónleikum í Dalabúð. Á söngskránni eru innlend og erlend lög af ýmsum toga, allt frá íslenskum þjóðlögum til laga úr erlendum söngleikjum. Stjórnandi kórsins er Beata Joo, undirleikari Hulda Bragadóttir. Einsöng munu nokkrir meðlimir kórsins sjá um. Komið og látið karlmannlega tóna …

Sveitarstjórnarkosningar

DalabyggðFréttir

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosningar í Dalabyggð 29. maí 2010. Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí 2010. Framboðslistum, meðmælendalistum og öðrum gögnum skal skila til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Tilkynningar um framboð, framboðslista, o.fl. má senda til hvaða yfirkjörstjórnarmanns sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumönnum. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.kosning.is 29. apríl 2010, yfirkjörstjórn í Dalabyggð, …

1. maí samkoma í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu og Stéttarfélag Vesturlands standa sameiginlega að samkomu í Dalabúð á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk. Húsið opnar kl. 15:00 og eru veitingar í boði.

Upplýsingar um kosningar

DalabyggðFréttir

Í ljósi þeirrar umræðu sem er í samfélaginu um komandi sveitarstjórnarkosningar eru hér upplýsingar sem gætu komið að notum. Upplýsingarnar voru sóttar á vef Alþingis, www.althingi.is, og á vefinn www.kjosa.is:

Firmakeppni og reiðsýning

DalabyggðFréttir

Milli 50 og 60 manns tóku þátt í firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals á sumardaginn fyrsta. Börn á reiðnámskeiðum hjá Glað voru síðan með glæsilega reiðsýningu. Skjöldur Orri Skjaldarson stýrði keppninni. Dómarar voru Freyja Ólafsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir. Í nefndinni voru Gunnar Örn Svavarsson, Skjöldur Orri Skjaldarson, Svala Svavarsdóttir og Þórður Ingólfsson. Fjöldi fyrirtækja og annara velunnara styrktu framtakið og eiga …

Bæjarhreinsun Stíganda

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi verður með bæjarhreinsun fimmtudaginn 6. maí kl. 15:15. Allir velkomnir að hjálpa til við að gera bæinn hreinan og fínan. Mæting við Dalabúð kl. 15:15. Skátafélagið Stígandi

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði verður í Leifsbúð þriðjudaginn 27. apríl, klukkan 10:00-12:00. Norrænu upplýsingaskrifstofan á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða og aðra, boða til kynningarfundar á norrænum og evrópskum menningarsjóðum. Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, …

Vorfundur Sögufélags Dalamanna

DalabyggðFréttir

Sögufélagið hefur fengið Einar Kárason rithöfund til að koma á vorfund þess og tala um Sturlungaöldina. Einar hefur kynnt sér efni Sturlungu betur en flestir og sett söguefnið fram á nýstárlegan hátt í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. En Einar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir Ofsa. Fundurinn er í Leifsbúð, miðvikudaginn 28. apríl og hefst klukkan 20:00. Minnum á veitingarnar …