Tómstundabæklingur

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að útbúa “Tómstundabækling” fyrir haust 2011 í Dalabyggð.
Allir sem verða með námskeið eða atburði eru hvattir til að senda inn svo að framboðið sé allt á einum stað.

Bæklingurinn fer ekki í póst að þessu sinni heldur verður hann auglýstur á vef sveitarfélagsins í lok ágúst.
Skilafrestur er til föstudagsins 26. ágúst.

Eftirfarandi þarf að koma fram.
1. Heiti námskeiðs/atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (dæmi: 1. sept – 15. des)
6. Dagar sem námskeiðið fer fram (dæmi: þriðjudagar)
7. Tími (dæmi: 16:00 – 17:00)
8. Verð
9. Ef það þarf að skrá sig þá upplýsingar um þann aðila sem skráð er hjá.
10. Ef ykkar námskeið innihalda helgaratburði svo sem ferðalög, ferðir á mót, mótahald eða slíkt væri mjög gott að fá þær dagsetningar líka.
11. Endilega sendið mynd með.

Auglýsing sendist til:
Svölu Svavarsdóttir
netfang budardaur@simnet.is
sími 861 4466
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei