Jólaball í Dalabúð

Dalabyggð Fréttir

Jólaball verður haldið mánudaginn 29. desember og hefst kl. 17:00 Í boði verður kakó, kaffi og safi. Sami háttur er á og í fyrra að fólk leggi til smákökur eða annað sem tiltækt er á sameiginlegt veisluborð. Frítt inn. Hittumst í jólaskapi Lionsklúbbur Búðardals

39. fundur sveitarstjórnar

Dalabyggð Fréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar 39. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 30. desember nk. í Stjórnsýsluhúsinu Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Ráðning ritara sveitarstjórnar. 2.Fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 9. desember 2008. 3.Fundargerð byggðarráðs frá 25. nóvember 2008. 4.Fundargerð byggðarráðs Dalabyggðar frá 15. desember 2008. 5. Fundargerð stjórnar SSV frá 8. desember 2008. 6.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember …

Losun á rúlluplasti

Dalabyggð Fréttir

Losun á rúlluplasti! 05.01. – 07. 01. 2009. Vinsamlega pantið losun á skrifstofu Dalabyggðar í síma 4304700 fyrir 02. 01.2008. Viðar Þór Ólafsson, bæjarverkstjóri Dalabyggðar.

Jólaljósasamkeppnin í fullum gangi

Dalabyggð Fréttir

Nú sem síðastliðin ár verður samkeppni um flottustu jólaskreytinguna í Dalabyggð. Dómnefnd fer um Dalina milli jóla og nýárs og velur einn sveitabæ og eitt hús í Búðardal úr fjöldanum og verður ekkí auðvelt valið þetta árið þar sem menn hafa verið duglegir að skreyta. Nefndin

Nýtt jólalag á Dalavefnum

Dalabyggð Fréttir

Nú er ekki lengur bara „Heim í Búðardal“ heldur „Jól í Búðardal“ Það geta allir hlustað á jólalag þeirra systkina Írisar og Þorgríms hér á vefnum. Um undirleik og söng sér Íris Guðbjartsdóttir.

Jólatrésala í Daníelslundi

Dalabyggð Fréttir

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 20.des og sunnudaginn 21.des kl 12-16. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar fólki við að velja sitt eigið jólatré í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér um að pakka trjánum í net. Allir velkomnir

Sögufélagið með upplestur í Leifsbúð

Dalabyggð Fréttir

Upplestur á aðventu Sögufélag Dalamanna stendur fyrir upplestrarkvöldi í Leifsbúð næstkomandi miðvikudag 17. desember kl. 20:00. Félagar úr sögufélaginu munu lesa sögur og ljóð úr ýmsum áttum. Boðið verður uppá léttar veitingar gegn vægu verði. Nú er tilvalið að taka örstutt hlé frá jólaundirbúningi, drífa sig í Leifsbúð og hitta mann og annan. Stjórnin

Góð mæting á tónleika í Hjarðarholtskirkju

Dalabyggð Fréttir

Það er óhætt að segja að Dalamenn hafi verið ánægðir með jólagjöfina frá óþekkta aðdáandanum, sem tók forskot á jólin og bauð upp á aðventutónleika í Hjarðrarholtskirkju um helgina. Af 710 íbúum Dalabyggðar þá mættu um 180 manns, eða um 25% íbúanna. Þá var aðventustemning og góð mæting í Leifsbúð þar sem nokkrir jólaenglar voru með fjáröflun fyrir mæðrastyrksnefnd með …

Jólagjöf til Dalamanna

Dalabyggð Fréttir

Aðventutónleikar Verða haldnir í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 14. desember Á dagskrá verður fjölbreytt jóla- og aðventutónlist Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, „Diddú“ sópran Gissur Páll Gissurarson tenór, auk hljómsveitar undir stjórn Hjörleifs Valssonar. Hjómsveitina skipa Hjörleifur Valsson og Helga Steinunn Torfadóttir á fiðlur, Laufey Pétursdóttir á víólu, Örnólfur Kristjánsson á selló, Jóhannes Gerorgsson á kontrabassa, Marion Herrera á hörpu og Hilmar Örn …