Réttir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

DalabyggðFréttir

Á sýningunni Réttir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er að finna myndir eftir Hjalta Sigfússon teknar á síðustu árum í réttum í Haukadal af bændum, búfénaði og aðkomumönnum.
Sýningin er opin virka daga frá 26. ágúst – 19. október, kl. 12–19 og um helgar frá 13–17.
Hjalti vann ljósmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Flikr@Iceland, Höfuðborgarstofu og Menningarnótt 2010. Í verðlaun hlaut hann ljósmyndasýningu í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Hjalti Sigfússon er áhugaljósmyndari með mikinn áhuga á íslenskri náttúru og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða.

Heimasíða Hjalta Sigfússonar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

AÐGANGUR ÓKEYPIS − VERIÐ VELKOMIN!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei