Aðalfundur SBK

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna verður haldinn þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20 í félagsheimilinu Staðarfelli.

Fundarefni

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

  • Fundargerð aðalfundar 2010

  • Skýrslur kvenfélaga.

  • Skýrsla stjórnar og orlofsnefndar

  • Reikningar ársins 2010

  • Stjórnarkosning. Kjósa skal gjaldkera og eina konu í varastjórn til þriggja ára.

2. Um orlof húsmæðra og framtíð SBK.
3. Önnur mál.
4. Kaffiveitingar í boði Hvatarkvenna.
5. Erindi um EDEN-hugmyndafræðin. Jóna Valgerður og Svanhildur Sigurðardóttir kynna nýja stefnu í búsetumálum aldraðra.
Kvenfélögin þrjú innan SBK skulu tilnefna tvo fulltrúa á fundinn og leggja fram skýrslu síns félags. Allar kvenfélagskonur mega sitja fundinn.
Allir þeir sem vilja hlusta á erindið eru velkomnir. En áætlað er að það hefjist um kl. 21.
Fundurinn er í boði Kvenfélagsins Hvatar á Fellsströnd.

F.h. stjórnar SBK
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei