Tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Guðrún á Klifmýri stendur annað árið í röð fyrir tónleikum í Skarðskirkju og verða þeir laugardaginn 27. ágúst kl. 20-21.
Ekki hefur verið leiðinlegt í fyrra því Stofubandið var sérstaklega stofnað til að spila á þessum tónleikum. Er það að hluta skipað þeim sömu og spiluðu á tónleikunum í fyrra. Á dagskrá eru íslensk og erlend þjóðlög.
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei