Sýningaropnun í Ólafsdal 9. ágúst

DalabyggðFréttir

Dalir – hólar – handverk Dalir – hólar – handverk er sýningarverkefni í Dölum, við Breiðafjörð og á Ströndum sem stuðlar að samstarfi milli heimafólks og aðkominna um handverk og listir. Náttúra og menning svæðisins er uppspretta verkanna, og er skólahús gamla landbúnaðarskólans í Ólafsdal og umhverfi hans útgangspunktur sýningarinnar. Skólinn var á mörkum þeirra þriggja sýslna sem sýningin spannar …

Kvennareið 8. ágúst

DalabyggðFréttir

Haukadalurinn 2009 Konur dalsins taka á móti drottningum í einn dag. Farið að undirbúa reiðskjótann, botninn og hjálminn fyrir átök dagsins. Þátttökugjald er 2000 kr. 16 ára aldurstakmark Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 14:00 Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 4. ágúst. Kristín 4341390 – 8940668 Gyða 6967169 – 4341443

Fornleifauppgröftur í Haukadalnum

DalabyggðFréttir

Fornleifafræðingar eru á störfum í Haukadal á vegum Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Myndirnar eru frá uppgreftri í Orrustuhvammi, en þar fannst fyrir nokkrum árum, rétt hjá friðlýstu gerði þar sem Eiríkur rauði og Eyjólfur Saur börðust, merki um hleðslu og viðarkol, auk klébergs. Eru sterkar vísbendingar um að rúst þessi sé frá fyrstu öldum byggðar hér á landi. Gerðir voru …

Auðarskóli í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Ný skólastofnun í Dalabyggð, sem tekur til starfa þann 1. ágúst nk., heitir Auðarskóli. Á fundi fræðslunefndar þann 10. júlí sl. var farið yfir þau nöfn sem bárust í nafnasamkeppninni. Fræðslunefnd lagði til að nafnið „Auðarskóli“ yrði fyrir valinu. Byggðarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 22. júlí sl. Guðmundur Kári Þorgrímsson og Helga Guðmundsdóttir, Erpsstöðum, sendu inn vinningstillögunnar. Þau …

Statistar í bíómynd óskast

DalabyggðFréttir

Við þökkum frábærar móttökur vegna gerðar bíómyndar okkar „Laxdælu Lárusar Skjaldarsonar“ í Dalabyggð í sumar. Tökur standa enn yfir og vantar okkur enn statista í nokkrar senur, nánar tiltekið á: miðvikudag 29.júlí frá kl. 13:30 – fólk á öllum aldri velkomið, börn og fullorðnir fimmtudag 30.júlí frá kl. 11:00 – fullorðnir miðvikudag 5.ágúst kl. 12:00 – fullorðnir föstudag 7.ágúst kl. …

Enn vantar fólk í fjöldatökur

DalabyggðFréttir

Enn vantar fólk í fjöldatökur vegna kvikmyndarinnar Laxdæla Lárusar Um eftirfarandi dagsetningar er að ræða:25. júlí – jarðarför í Hjarðarholti klukkan 9.45 – 13. 29. júlí – framboðsfundur í Dalabúð og kosningakvöld á barnum klukkan 13.30 og 17.30 30. júlí – skóflustunga (staðsetning óákv.) og svo veisla í Dalabúð klukkan 15.30 (börn velkomin með foreldrum sínum) 5. ágúst – framboðsfundur …

Mikil óánægja með frestun á uppbyggingu Laxárdalsvegar

DalabyggðFréttir

Á símafundi byggðarráðs Dalabyggðar þann 16. júlí 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að fresta framkvæmdum við uppbyggingu vegs um Laxárdal. Um er að ræða 3,6 km langan kafla sem búið var að hanna, bjóða út og framkvæmdir voru þegar hafnar. Heildarkostnaður verksins var áætlaður rétt um 70 m.kr. og …

Málþing að Nýp á Skarðsströnd, Dalabyggð, laugardaginn 25. júlí kl. 15:00

DalabyggðFréttir

Mulier spectabilis: Ólöf Loftsdóttir Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræðivið Háskóla Íslands, fjallar um Ólöfu ríku á Skarði, Skarðsströnd Um fáar miðaldakonur hafa myndast jafnmiklar sagnir og Ólöfu ríku Loftsdóttur (1410-79) en hún stýrði á sínum tíma stórbúi á Skarði á Skarðströnd ásamt bónda sínum Birni Þorleifssyni, sem talinn var ríkasti maður landsins. Flestar þessara sagna tengjast á einhvern hátt …

Aukaleikara vantar í Laxdælu Lárusar

DalabyggðFréttir

Tökur eru hafnar á mynd Ólafs Jóhannessonar „Laxdælu Lárusar Skjaldarssonar“ og er tekið upp víðsvegar í Dalabyggð. Nokkrar hópsenur eru í myndinni og vantar statista í þau hlutverk. 25. júlí vantar fólk til að vera við jarðaför 27. júlí vantar nokkra menn að tefla skák 28. júlí vantar fólk á framboðsfund 30. júlí vantar fjölmenni á skemmtun (börn og fullorðna) …