Opið í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Nú er opið í Leifsbúð og hægt að fá súpu og rétt dagsins. Opnunartímar Mánudagur til fimmtudags er opið 11.30 – 20.00Föstudagur opið 12.30 til 20.30 Súpa dagsins á kr. 700 Réttur dagsins á kr. 1.300 Kaffi og meðlæti allan daginn.Kveðja, Freyja.

Laus störf í heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Starfsfólk óskast í sumarafleysingar og einnig í 6 klst. aðra hvora viku. Starfsmaður óskast í heimaþjónustu í Dalabyggð, um er að ræða 6 klst. aðra hvora viku á heimili út í sveit. Einnig óskast starfsfólk í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Gróa Dal á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 13:00 – 17:00 í síma 892-2332. Umsóknarfrestur er …

Laus störf í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Störf tveggja flokksstjóra unglingavinnu Dalabyggðar eru laus til umsóknar. Um er að ræða tímabilið 1. júní til 6. ágúst. Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt að þeir hafi reynslu af störfum með börnum og unglingum. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir 20. apríl nk. Allar nánari upplýsingar um störfin veitir sveitarstjóri í síma …

Tónleikar með KK

DalabyggðFréttir

KK verður með tónleika í Leifsbúð í kvöld, klukkan 21:00. Aðgangseyrir 2.000 kr.

Passíusálmar í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Á föstudaginn langa voru Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni í sjöunda sinn í Hjarðarholtskirkju. Björn Stefán Guðmundsson, Jóhannes Haukur Hauksson, Íris Björg Guðbjartsdóttir, Sesselja Árnadóttir og Eggert Aðalsteinn Antonsson sáu um lesturinn. Lesturinn hófst kl. 13:30 og tók rúmar 4 klst. Boðið var upp á kaffi og með því í þjónustuhúsinu. Lesturinn var góður og þess má …

Leifsbúð opnunartímar yfir páska

DalabyggðFréttir

Opið verður í Leifsbúð um páskana. Boðið verður upp á súpu dagsins og létta rétti. Einnig hægt að fá kaffi og kaffiveitingar. Miðvikudagur 31. mars 11:30-01:00 Fimmtudagur 1. apríl 11:30-24:00 Föstudagur 2. apríllokað Laugardagur 3. apríl lokað Sunnudagur 4. apríl lokað Mánudagur 5. apríl 11:30-21:30 Verið hjartanlega velkomin Freyja Ólafsdóttir Leifsbúð

Menningar- og fræðsluferð FSD

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 27. mars verður menningar- og fræðsluferð Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu um Strandir og Hrútafjörð. Áætlað er að skoða fjóra bæi á norðanverðum Ströndum;Húsavík, Heydalsá, Smáhamra og Broddanes. Í Hrútafirðinum verður hins vegar aðeins komið á einn bæ; Laxárdalur. Um miðjan daginn verður hressing í Sauðfjársetrinu í Sævangi og safnið verður skoðað í leiðinni. Um kvöldið er svo áætlað að …

Spurningin

DalabyggðFréttir

Niðurstöður svörunar síðustu þriggja spurninga á vef Dalabyggðar. Ætlar þú á þorrablót? Kannski 4,7 % Já 67,0 % Nei 28,3 % Hefur þú farið í Guðrúnarlaug? Já 8,8 % Nei 91,2 % Í framhaldi af þessum niðustöðum er íbúum bent á að Guðrúnarlaug er opin allt árið og frír aðgangur í hana. Hvað áttu marga vini á Facebook? 0 35,8 …

Leikklúbbur Laxdæla auglýsir:

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdæla óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í skemmtilegu starfi félagsins. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið á opnum fundi þriðjudaginn 23. mars frá kl. 20:30 til 01:00. Gildir það bæði um þá sem vilja leika eða að vinna bak við tjöldin. Stjórnin

Auðarskóli á Nótunni

DalabyggðFréttir

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og á Vestfjörðum fór fram á Hólmavík á laugardaginn var. Auðarskóli sendi söngsveit og harmonikusveit til þátttöku. Sveitirnar stóðu sig báðar mjög vel og fékk söngsveitin sérstaka viðurkenningu fyrir „framúrskarandi flutning“. Það sem vakti einnig mikla athygli annarra gesta var sú mikla aldursbreidd sem var í báðum sveitunum. Nemendur í leik- og grunnskóla sem þátt …