Það var mikil gleði í dag þegar forsetinn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sótti Dalina heim. Eftir stuttan fund með sveitarstjórn fór forsetinn á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast. Þar var mikil gleði ríkjandi eins og meðfylgjandi myndir sýna. Dagskráin heldur áfram í …
Forsetinn heimsækir Dalabyggð
Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson mun sækja Dalabyggð heim á morgun, föstudaginn 23. október. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Hann mun m.a. sækja heim DvalarheimiliðSilfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk.Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar.
Dalabyggð auglýsir eftir skólabílstjóra
„Dalabyggð auglýsir eftir skólabílstjóra til að annast akstur skólabarna í Saurbæ. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Allar nánari upplýsingar um tilhögun aksturs og greiðslur veitir sveitarstjóri í síma 4304700. Umsóknir sendist skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.“
Rokkhátíðin Slátur-Dagskrá
Föstudaginn 23. október nk. verður rokkað í Dölunum. Þar koma saman í Dalabúð nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður. Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru: Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent …
Athugið – breyting á staðsetningu dagskrárliða !!
Vegna tæknilegra örðugleika þarf að flytja Rokkhátíðina Slátur í Dalabúð í Búðardal. Hagyrðingakvöld og sviðaveisla verður flutt úr Dalabúð í félagsheimilið Árblik. Það verður bara enn meira rokk og fleiri svið… Rokkhátíðin Slátur – Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum Föstudaginn 23. október nk. verður rokkað í Dölunum. Þar koma saman í Dalabúð nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í …
Guðrúnarlaug verður vígð fyrsta vetrardag
Vígja á Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal þann 24.október kl. 12:00. Gaman að sem flestir geti mætt í víkingabúningum við athöfnina. Guðrúnarlaug er endurgerð hinnar fornu laugar er getið er í Laxdælu og víðar. „Guðrún“ tók forskot og prófaði laugina ásamt „Kjartani“og má sjá myndir af þeim hér.
Ályktanir sveitarstjórnar Dalabyggðar
Á sveitarstjórnarfundi Dalabyggðar þann 20. október sl. voru eftirfarandi ályktanir færðar til bókar og samþykktar í einu hljóði: Aukaúthlutun JöfnunarsjóðsSveitarstjórn Dalabyggðar undrast þá leið sem farin var við úthlutun 1000 m.kr. aukaframlags Jöfnunarsjóðs vegna ársins 2009. Hafi markmiðin með breyttum úthlutunarreglum verið að mæta þeim áföllum sem sveitarfélögin urðu fyrir árið 2009 er ljóst að þau hafa ekki náðst. Mörg …
Haustfagnaður í Dölum
Helgina 23. – 25. október stendur Félag sauðfjárbænda í Dölum fyrir haustfagnaði í Dalabyggð. Mikil og fjölbreytt dagskrá er í boði og má lesa hana hér fyrir neðan. Föstudagurinn 23. október Kl. 13:00 – Málþingið “Ungt fólk í landbúnaði” í Dalabúð, Búðardal. Í tengslum við haustfagnað þá er boðað til málþings undir yfirskriftinni “Ungt fólk í landbúnaði”. Framsögumenn verða: Haraldur …
Lopakynning í Samkaupum
Ístex verður með kynningu í Samkaupum föstudaginn 23.10 frá kl. 14 og á laugardaginn 24.10 frá kl 11-14. Boðið verður upp á að fólk mæti með verkefni sem það er að vinna og fá ráðleggingar og aðstoð. 10% afsláttur af öllum lopa fylgir helgarkynningunni.
Rokkhátíðin Slátur – Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum
Föstudaginn 23. október nk. verður rokkað í Dölunum. Þar koma saman í nýju Reiðhöllinni í Búðardal nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður.Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru: Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, …