Tindanáma á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 16. september kl. 16 á Skriðulandi opnar Sögufélag Dalamanna sýningu tengda kolanámunni á Tindum á Skarðsströnd.
Sögufélag Dalamanna ákvað að setja upp litla sýningu um þessa starfsemi svo þessi merki kafli í atvinnusögu héraðsins félli ekki í gleymsku.
Víða á Skarðsströnd er að finna surtarbrand (brúnkol), bæði í fjörum og í hlíðum fjalla. Um miðja 20. öldina var surtarbrandur notaður í nokkrum mæli.
Umsvifamesta surtarbrandsnáman var á Tindum á Skarðsströnd. Undirbúningur hófst um 1940-´42, en mesta starfsemin var 1954-´55.
Enn sjást menjar surtarbrandsnámunnar þótt nokkuð séu þær farnar að láta á sjá.
Sýningin er styrkt af Menningarráði Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei