Knattspyrna – Ólafur Pái

DalabyggðFréttir

Nú hefur knattspyrna verið afar vinsæl á svæðinu og margir krakkar að æfa íþróttina. Það hefur reynst erfitt að vera með æfingar fyrir alla aldurshópa sökum skorts á þjálfurum.
Nú er svo komið að við höfum fengið Magnús Bjarka Böðvarsson í 10. bekk í lið með okkur. Því höfum við ákveðið að bjóða upp á æfingar fyrir 1. – 4. bekk í vetur ef næg þátttaka næst.
Magnús Bjarki mun sjá um æfingarnar en hann er einnig að aðstoða við þjálfun hjá eldri hópnum og nýtur leiðsagnar og æfingaprógrams frá Svölu Svavarsdóttur þjálfara.
Tími: Föstudaga 12:20-13:20
Tímabil: 24. september – 10. desember
Verð: 4.000 kr.
Tekið er við skráningum til og með mánudeginum 20. september.
Skráning hjá Svölu í netfang: budardalur@simnet.is eða síma: 861-4466.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei