Sápugerð

DalabyggðFréttir

Skráning á námskeið Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands um sápugerð 30. september stendur nú yfir.
Á námskeiðinu er greint frá því hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla þar sem við framkvæmum það sem farið var yfir. Allir eiga að geta búið til eigin uppskriftir að námskeiði loknu og þátttakendur fá sápu með sér heim.
Dalabyggð, fimmtudaginn 30 september kl. 19:30 til 22:00
Leiðbeinandi er Ólafur Árni Halldórsson
Verð: 5.900 kr
Upplýsingar og skráningar: skraning@simenntun.is eða sími 437 2390
cid:image001.jpg@01CA19D1.BE408880
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei