Sauðamessa 2008

DalabyggðFréttir

Lánsfé, rekstrarörðugleikar og hlutafjármarkaður á Sauðamessu 2008 í Borgarnesi á laugardag     Sauðamessa 2008 hefst laugardaginn 4. oktober kl. 13.30 að staðartíma með fjárrekstri eftir aðalgötunni í Borgarnesi. Að sjálfsögðu verður eingöngu lánsfé í rekstrinum, (fengið að láni frá góðbændum í héraði) og fastlega er búist við rekstrarörðugleikum. Því taka messuhaldarar fagnandi öllum sem lopavettlingi geta valdið og vilja …

Fundur í sveitarstjórn

DalabyggðFréttir

34. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 2. október 2008 í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00. Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar dagsett 28. ágúst 2008.3. Fundargerðir byggðarráðs frá 11. og 23. september 2008. 4. Fundargerð umhverfisnefndar frá 18. september 2008. 5. Fundargerðir félagsmálanefndar frá 17. júlí og 18. september 2008. 6. Fundargerðir fræðslunefndar frá 12. ágúst og 1. …

Fyrsti snjórinn í Dölum

DalabyggðFréttir

Það er orðið vetrarlegt um að litast í Dölum eins og þessi mynd sýnir. Þarna sér yfir í Hörðudal.

Evrópa og Vesturland

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands standa að fundarröð þar sem farið verður yfir þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu. Einnig verður sagt frá verkefnum Vaxtarsamnings Vesturlands. Frummælendur:Reinhard Reynisson höfundur sýrslunnar Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu.Torfi Jóhannesson verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands.Fundurinn verður haldinn í fundarsal stjórnsýsluhússins í Búðaradal 1. október kl. 13:00

Breytingar á opnunartíma skrifstofu

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður frá og með mánudeginum 29. september opin frá kl. 10:00 til 15:00 alla virka daga. Símatími er á sama tíma. Byggingarfulltrúi verður við frá kl. 10:00 til 12:00 frá þriðjudegi til föstudags. Þeir sem eiga erindi við byggingarfulltrúa eru vinsamlegast beðnir um að koma á þeim tíma en betra er að panta tíma. Virðingarfyllst, Grímur Atlason, sveitarstjóri.

Ályktanir byggðarráðs Dalabyggðar um Íslandspóst og Strætó bs.

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar þann 23. september sl. voru eftirfarandi bókanir samþykktar: Málefni Íslandspósts á landsbyggðinniByggðarráð Dalabyggðar tekur undir kröfur Reykhólahrepps og Helgafellssveitar er varða þjónustu Ísalandspósts á landsbyggðinni. Stefna Íslandspósts er snýr að þjónustu fyrirtækisins á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Vesturlandi og Vestfjörðum er vonbrigði. Lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi, fækkun útburðardaga og tilfærsla póstkassa m.a. í Helgafellssveit sl. …

Goðsagnir og Íslendingasögur

DalabyggðFréttir

Sýnd í Dalabúð mánudaginn 29.sept kl. 19:30 Aðgangseyrir 600 kr. frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Myndin er 90 mínútna löng Hættið ykkur í ferð með um slóðir norrænnar goðafræði…Það er sama hvert litið er á Íslandi: alls staðar eru bókmenntirnarnálægar. Land, sem í krafti einstæðs landslags skrifar sjálft sínar eiginsögur. Fyrsti hlutinn gerist á þessum slóðum. Með hjálp …

Möguleikar Vesturlands til þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu

DalabyggðFréttir

Verkefni Vaxtarsamnings Vesturlands Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands standa að fundarröð þar sem farið verður yfir þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu. Einnig verður sagt frá verkefnum Vaxtarsamnings Vesturlands. Frummælendur: Reinhard Reynisson höfundur sýrslunnar Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu. Torfi Jóhannesson verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 1. okt. kl. 13:00 Allir eru velkomnir og …

Menning í landslagi

DalabyggðFréttir

Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagiá Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00. Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum að taka þátt. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.Fundarstjóri …