Undirskriftarsöfnun

DalabyggðFréttir

Síðan undirskriftasöfnun vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hófst 28. janúar á netinu hafa ríflega 1300 manns skrifað nafn sitt undir.

Hægt er að skrifa undir fram á sunnudag, en áætlað er að afhenda innanríkisráðherra listann á mánudag.
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei