Óskað eftir aðilum í nefndarstörf

DalabyggðFréttir

Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir því að einstaklingar sem hafa áhuga á að starfa í nefndum Dalabyggðar 2022-2026 gefi kost á sér með því að senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700. Sveitarstjórn mun skipa í flestar nefndir á 221. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní nk. Þeir sem hafa áhuga á nefndarstörfum þurfa því …

Matjurtagarður í Búðardal

DalabyggðFréttir

Nú er búið að tæta matjurtagarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Þar geta íbúar Dalabyggðar sett niður og sinnt matjurtum í sumar. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti. Ekki er tekið gjald fyrir afnot af reit í garðinum. Garðurinn er staðsettur til hliða …

Sumaropnun Héraðsbókasafns Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Frá 9. júní til 23. júní verður bókasafnið opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30 – 17:00. Safnið verður lokað í sumar frá 27. júní til og með 5. ágúst. Opnar að nýju þriðjudaginn 9. ágúst.

Timbur- og járngámar – sumar 2022

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar eins og síðustu ár. Gámarnir verða staðsettir á hverjum stað í vikutíma, frá fimmtudegi til fimmtudags. Stað- og tímastaðsetningar gáma Saurbær – Tjarnarlundur              23. – 29. júní Skarðsströnd – Skarð                    23. – 29. júní Fellsströnd – Valþúfa                    30. júní – 6. júlí Fellsströnd – Ytra-Fell                   30. júní – …

Laust starf: Tímavinna við gangbrautarmerkingar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir starfskrafti í tímavinnu við að mála gangbrautarmerkingar í Búðardal. Verkið verður unnið undir umsjón umsjónarmanns fasteigna hjá Dalabyggð. Vinnutími er breytilegur og þarf að haga honum í samræmi við veður. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is fyrir 8. júní.

Rotþróahreinsun 2022

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2022, mun hreinsun fara fram í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hefst verkið seinni hluta júnímánaðar. Nánari dagsetningar koma þegar nær dregur. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 220. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   220. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 2. júní 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1.   2203021 – Sveitarstjórnarkosningar 2022 – Skýrsla kjörstjórnar. 2.   2205013 – Kjör oddvita og varaoddvita 3.   2205014 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 4.   2205015 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar …

Stuðningsfulltrúi Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

DalabyggðFréttir

Helstu verkefni felast í stuðningi við ungmenni í störfum þeirra í vinnuskólanum. Stuðningsfulltrúi er aðstoðarmaður verkstjóra. Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði. Um er að ræða fullt starf í júní og júlí. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 7. júní nk. Fyrirspurnir …

Lóðasláttur lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér: Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.   Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega