Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hér má sjá kynningu á ungmennaráði og frekari upplýsingar um störf þess. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra …
Formaður Landssambands eldri borgara í heimsókn 2. nóvember
Helgi Péturson formaður Landssambands eldri borgara ætla að koma og hitta Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólum í Rauða kross húsinu (Vesturbraut 12) miðvikudaginn 2. nóvember n.k. kl.16:00. Helgi fer yfir málin sem eru á borðum Landsambandsins og tekur spjall við heimamenn. Heitt á könnunni. Nýjir félagar velkomnir!
Hrekkjavaka 31. október 2022
Í tilefni af hrekkjavöku 31. október ætlum við að starta smá hrekkjavökugleði. Mánudaginn 31. október milli kl.17:30 og 20:00 geta börn gengið í hús og sníkt nammi. Ef húsið er skreytt þá mega börnin banka uppá og sníkja nammi. Þeir sem hafa ekki tök á að skreyta en vilja vera með geta sent skilaboð á Þóreyju eða Jóhönnu Lind og …
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi 2022
Þann 20. október sl. var haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Dagurinn hófst á Miðhrauni Lava Resort þar sem gestir fengu morgunverðarhlaðborð og hlustuðu á áhugaverðar kynningar frá Markaðsstofu Vesturlands, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Hæfnisetrinu og Svæðisgarðinum. Í hádeginu voru bornar fram súpur, að því loknu var stutt kynning á Miðhrauni áður en haldið var af stað út að Langaholti. Þar beið rúta …
Augnlæknir og leghálskrabbameinsskimun
Augnlæknir fimmtudaginn 27. október Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 27. október nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Skimun fyrir leghálskrabbameini 1. nóvember Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Tímapantanir eru í síma 432 …
Til sölu: Félagsheimilið Staðarfell
Húsið er reisulegt og mjög fallegt útsýni yfir Hvammsfjörð og víðar um Breiðafjörðinn. Eignin er steinsteypt á tveimur hæðum, samals birt stærð 336,0fm. sem skiptist í efri hæð 226,2fm. og neðri hæð 109,8fm. sem er ekki að öllu leyti með fulla lofthæð. Gólf milli hæða er timburgólf og því auðvelt að opna á milli. Frekari upplýsingar og myndir má finna …
Rafmagnstruflanir 24.10.2022
Rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð frá Narfeyri að Ólafsdal og allt þar á milli 24.10.2022 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna vinnu í aðveitustöð Glerárskógum. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Líf og gróska í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar
Vikan í setrinu Þriðjudaginn 18. sktóber sl. var fræðsluerindi í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi fyrstu skref í byggingaframkvæmdum. Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda hjá sveitarfélaginu fór yfir helstu atriði við upphaf framkvæmda; hverju eigi að skila inn, hvernig ferlið sé og önnur nytsamleg atriði. Sköpuðust skemmtilegar umræður í kringum erindið og þökkum við bæði Kristjáni og þátttakendum kærlega fyrir komuna. Föstudaginn …
Vörðum leiðina saman – Samráðsfundir Innviðaráðuneytis
Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands – opið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2022, úthlutun fer fram í janúar 2023. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru: …