Tillaga að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 13. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er ræða deiliskipulag frístundabyggðar, tjaldsvæðis og aðstöðu tengdri ferðaþjónustu og stangveiði á jörðinni.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, og er aðgengileg á heimasíðu Dalabyggðar, hér fyrir neðan.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar í síðasta lagi 18. júlí 2023.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

Deiliskipulag Áarlands – greinagerð

Deiliskipulag Áarlands – uppdráttur

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei