Vinnustofa vegna Aðalskipulags Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Þar sem ekki var hægt að halda vinnustofu í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar í október verður hún haldin í félagsheimilinu Dalabúð miðvikudaginn 10. nóvember nk. og hefst kl.17:00. Áætlað er að vinnustofan taki um tvær klukkustundir. Fyrirkomulag vinnustofunnar verður á þann veg að áhugasömum gestum gefst færi á að skoða tillöguna þar sem greinargerð og uppdrættir verða til sýnis. …

Bókasafnið opnað aftur

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið í dag, þriðjudaginn 2. nóvember samkvæmt áætlun og heldur opnun sínu striki, þ.e. þriðjudaga og fimmtudaga. Opnunartímar eru:  Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.

Tilkynning frá Dalabyggð – staðan vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Þróun mála er sú að einstaklingum fækkar bæði í sóttkví og einangrun. Dalabyggð vill hvetja íbúa til að fara að öllu með gát áfram og sinna persónulegum sóttvörnum. Saman komumst við í gegnum þetta. Munum eftir handþvotti, sprittnotkun og höldum fjarlægð við aðra. Notum grímu þar sem ekki er hægt að virða nándarmörk. Pössum að þrífa algenga snertifleti og ef við …

Lóðir lausar til úthlutunar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir lausar lóðir samkvæmt deiliskipulagi til úthlutunar. Atvinnuhúsalóðir við Iðjubraut nr. 1, 6, 8, 10 og 12. Íbúðahúsalóðir ætlaðar ýmist fyrir einbýlishús, parhús eða raðhús við Efstahvamm (fyrirhuguð ný gata), Bakkahvamm og Lækjarhvamm. Dalabyggð vill taka það fram að lóðirnar eru ekki tilbúnar til að hægt sé að hefja framkvæmdir, en ef berast nægar umsóknir er gert ráð fyrir …

Framtíð félagsheimilanna – fundir í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar boðar til hugarflugsfunda um framtíð félagsheimilanna í sveitarfélaginu. 2. nóvember í Árbliki kl.20:00 4. nóvember í Tjarnarlundi kl.20:00 9. nóvember á Staðarfelli kl.20:00 11. nóvember í Dalabúð kl.20:00 Allir velkomnir!  Munum eftir grímum og gætt verður að fjarlægð á milli gesta. Á dagskrá verður m.a. kynning á samatekt um hvert félagsheimili, ávarp frá menningarfulltrúa SSV og hugarflugsvinna gesta. …

Tilkynning frá Dalabyggð – staðan vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Þróun mála er sú að einstaklingum í sóttkví fækkar til muna en fjölgun verður í einangrun. Dalabyggð vill hvetja íbúa til að halda yfirvegun en fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum. Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum: Þvoðu hendur í minnst 20 sek í hvert skipti með vatni og …

Tilkynning frá Dalabyggð – staðan vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

  Þróun mála er sú að einstaklingum í sóttkví fækkar og einn bætist við í einangrun. Ákveðið hefur verið að skólahald Auðarskóla falli niður út þessa viku, hertar heimsóknarreglur gilda á Silfurtúni þar til annað er tilkynnt, þá verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað í dag, fimmtudaginn 28. október. Dalabyggð vill hvetja íbúa áfram til að halda yfirvegun en fara að öllu …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 210. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 210. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, fimmtudaginn 28. október 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   2104022 – Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025   2.   1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar   3.   1806012 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar   4.   …

Íbúafundi breytt í kynningu

DalabyggðFréttir

Þar sem COVID-19 smit hafa verið staðfest í Dalabyggð og í ljósi þess fjölda fólks sem nú er í einangrun/sóttkví hefur sveitarfélagið ákveðið að aflýsa íbúafundi um vinnslutillögu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sem fyrirhugað var að halda á morgun, þriðjudaginn 26. október, klukkan 17:00. Þess í stað verður vinnslutillagan kynnt í opnu streymi á Facebook síðu Dalabyggðar á morgun, þriðjudaginn 26. …