Líf og fjör á Öskudaginn

DalabyggðFréttir

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Dalabyggð í dag eins og víða um landið.

Það er alltaf jafn gaman að hitta fjöldan allan af dýrum, furðuverum og frægum einstaklingum á þessum degi.

Starfsfólk í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar lét sitt ekki eftir liggja og tóku á móti börnum og ungmennum í dag.

Það voru 6 hópar úr grunnskóladeild og 2 úr leikskóladeild Auðarskóla sem kíktu í húsið og fengu nammi og popp í skiptum fyrir söng.

Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna!


Kátir krakkar úr Auðarskóla sem heimsóttu Stjórnsýsluhúsið í dag.


Kona á Tene, Vegagerðar-starfsmaður, sigmaður og slökkviliðsstjóri mættu til vinnu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei