Fjárhagsáætlun 2019-2022

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2019-2022 kom til fyrstu umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember síðastliðinn. Eftir það fór hún til umfjöllunar í nefndum og byggðarráði og kom síðan til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember síðastliðinn. Alls fjallaði byggðarráð um áætlunina á fimm fundum milli umræðna og einum vinnufundi. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 á sveitarstjórn að fjalla um fjárhagsáætlun í 2 umræðum og skal sú fyrri fara fram eigi síðar en 1. nóvember og hin síðari ekki síðar en 15. desember.

Fyrsta útgáfa áætlunarinnar var unnin af deildarstjórum hinna ýmsu eininga og skrifstofu Dalabyggðar. Vil ég þakka öllum fyrir þá vinnu.

Launakostnaður er áætlaður út frá fjölda stöðugilda og launasetningu. Áætlanir um tekjur byggja á upplýsingum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, áætlunum og viðmiðunum Sambands íslenskra sveitarfélaga, upplýsinga frá Þjóðskrá um fasteignamat og þjóðhagsspá. Á næsta ári eru kjarasamningar lausir og því er veruleg óvissa um þróun launakostnaðar á komandi ári.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skulu fjármál sveitarfélaga vera í samræmi við annars vegar svonefnda jafnvægisreglu (heildarútgjöld á þriggja ára tímabili mega ekki vera hærri en reglulegar tekjur á sama tímabili) og hins vegar skuldareglu (skuldaviðmið má ekki vera hærra en 150%). Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin stenst þessar reglur.

Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars verði 14,52% sem er óbreytt frá yfirstandandi ári. Álagningarhlutfall fasteignaskatts, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsskatts er einnig óbreytt milli ára en fasteignamat hefur hækkað um 11%. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Dalabyggðar lækka á milli ára.
ldskrár hækka almennt um 4 eða 5%. Nokkrar gjaldskrár sem ekki hafa tekið breytingum í nokkur ár s.s. gjaldskrár fyrir hafnir annars vegar og félagsheimili hins vegar hækka meira.

greinagerð með fjárhagsáætlun

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei