Latíntónlist, saltfiskur og sveifludjass

DalabyggðFréttir

Tómas R. Einarsson og Gunnar Gunnarsson verða með tónleika á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal, miðvikudaginn 24. júlí kl. 21. Á tónleikunum munu þeir félagar leika fjölbreytta tónlist úr smiðju sinni, þ.á.m. latíntónlist og sveifludjass. Tómas R. er matgæðingur mikill og ljær matreiðslumeistara hótelsins uppskrift að kúbverskum saltfiskrétti sem tónleikagestir geta gætt sér á meðan á tónleikunum stendur. Einnig …

Ungmennaskipti SEEDS

DalabyggðFréttir

Seeds mun senda 5 Íslendinga til þátttöku í ungmennaskiptunum „Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity“ sem mun fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne í Hautes-Alpes, Frakklandi. Umsækjendur skulu almennt vera á aldrinum 18-25 ára, en a.m.k. einn meðlimur íslenska hópsins má þó vera á aldrinum 25-30 ára. Ekki er langur tími til umhugsunar því ungmennaskiptin fara …

Söfnun á rúlluplasti

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað á lögbýlum í Dalabyggð mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. júlí. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. …

Dalas Arnas Magnenus Isla Island

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 8. ágúst kl. 21 verður Már Jónsson með erindi um Árna Magnússon handritasafnara og síðan munu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson kveða úr rímum Áns bogsveigis. Dagskráin verður í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal. Þegar Árni Magnússon, síðar prófessor og skjalaritari konungs, innritaðist þrítugur við háskólann í Leipzig haustið 1694 lét hann færa sig til bóka sem Dalas …

Halla formaður byggðarráðs

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 16. júlí sl. var Halla Steinólfsdóttir kjörinn formaður ráðsins, Ingveldur Guðmundsdóttir varaformaður og Guðrún Jóhannsdóttir ritari.

Sumarlokun skrifstofu

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar að Miðbraut 11 verður lokuð frá kl. 12 vikuna 22. – 26. júlí í sumar.

Dreifnám í Dölum

DalabyggðFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér samkomulag um að hefja rekstur framhaldsdeildar í Dalabyggð nú í haust og hafa Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Sveinn Pálsson sveitarstjóri undirritað samning þess efnis. Menntaskólinn mun sjá um dreifnámskennslu í framhaldsdeild í Búðardal á komandi skólaári og Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynlegan búnað. Jenny Nilson hefur verið ráðin sem umsjónarmaður dreifnámsins. …

Sýningar í Röðli

DalabyggðFréttir

Í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd verða þrjár sýningar í sumar. Opið verður daglega fram á haust. Þar sem engin lýsing er í húsinu eru opnunartímar frá sólarupprás til sólarlags. Sýningar um Umf. Tilraun/Vöku og samkomuhald í Röðli frá fyrra ári eru aftur komnar upp. Er það samstarfsverkefni Röðuls, Héraðsskjalasafns Dalasýslu og Byggðasafns Dalamanna með styrk frá Menningarráði Vesturlands. Þá er …

Nám og störf kvenna í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 13. júlí kl. 14 verður opnuð í Ólafsdal ný sýning á efri hæð skólahússins. Sýningin fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal á dögum fyrsta búnaðarskólans á Íslandi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir mun spjalla um efni sýningarinnar við opnun. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna. Í skólahúsinu verður þennan sama dag opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við …