Sýningar í Röðli

DalabyggðFréttir

Í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd verða þrjár sýningar í sumar. Opið verður daglega fram á haust. Þar sem engin lýsing er í húsinu eru opnunartímar frá sólarupprás til sólarlags.
Sýningar um Umf. Tilraun/Vöku og samkomuhald í Röðli frá fyrra ári eru aftur komnar upp. Er það samstarfsverkefni Röðuls, Héraðsskjalasafns Dalasýslu og Byggðasafns Dalamanna með styrk frá Menningarráði Vesturlands.
Þá er og ljósmyndasýningin „Vetur á Skarðsströnd“ einnig uppi og verður fram á haust. Veturinn er sá árstími sem fæstir eiga leið um Skarðsströndina, nema þá heimamenn og hörðustu aðdáendur. En þá er ekki síður fallegt um að litast en á sólríkum sumardegi. Í fyrri hluta sýningarinnar er dýralífinu gerð nokkur skil, en síðari hluti sýningarinnar er á áætlun sumarið 2014.Að sýningunni standa Röðull, Skarðsstöð og Þaulsetur með styrk frá Menningarráði Vesturlands
Þá verður opið hús í Röðli síðar í sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei